Að bjarga bók - Old Icelandic books | Event in Selfoss | AllEvents

Að bjarga bók - Old Icelandic books

Skálholt

Highlights

Sat, 10 May, 2025 at 03:00 pm

1 hour

Skálholt, 806 Bláskógabyggð, Ísland

Advertisement

Date & Location

Sat, 10 May, 2025 at 03:00 pm to 04:00 pm (GMT)

Skálholt, 806 Bláskógabyggð, Ísland

Selfoss, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Að bjarga bók - Old Icelandic books
Í Skálholti verður boðið upp á menningarveislu alla laugardaga í maí kl 15:00 með fjölbreyttri fræðslu og göngum þar sem náttúra, saga og menningararfur svæðisins fá að njóta sín. Mæting á viðburðina er í fyrirlestrarsal Skálholtsskóla inn af veitingastaðnum Hvönn.

Laugardaginn 10. maí kl 15:00 verður boðið upp á fræðslufyrirlestur í Skálholtsskóla sem ber heitið: „Að bjarga bók“

Eyþór Guðmundsson bókasafnari frá Beitingsstöðum hefur undanfarin 7 ár haldið úti verkefninu Old Icelandic books sem hefur það markmið að varðveita þann menningararf sem liggur í íslenskum fornbókmenntum.

Hann á viðamikið bókasafn fágætra bóka, sem inniheldur m.a. bækur sem prentaðar voru fyrr á öldum en elsta eintakið er biblía á latínu sem var í eigu Dr. Péturs Péturssonar biskups á árinum 1866 – 1889. Sú biblía var prentuð árið 1578 og er því eldri en Guðbrandsbiblía. Einnig á hann handritabrot sem eru talin vera um 600 ára.

Í bókasafninu eru fágætar biblíur og bækur sem prentaðar voru í prentsmiðjum sem staðsettar voru í Viðey, Hrafnseyri, á Hólum og í Skálholti. Meðal bóka hans eru bækur sem eru einungis til í einu eintaki. Eyþór mun fjalla um tilurð Old Icelandic books og frá ferlinu við að bjarga gömlum bókum, en hann þvær bækurnar og bindur þær upp að nýju. Hann mun sýna einhver nokkur af bókum sem voru prentaðar í Skálholti á 17. öld.

Eyþór var gestur í Landanum á páskadag þar sem hann sýndi hvernig hann þvær bækurnar áður en hann bindur þær upp. Sjá hér:
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/landinn/37025/b13497/thvaer-gamlar-baekur

Eyþór heldur úti samfélagsmiðlum á Facebook og Instagram undir nafninu Old Icelandic books.

Allir viðburðir menningarveislunnar eru ókeypis og opnir öllum. Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir viðburðinn.

Veitingastaðurinn Hvönn verður opinn og býður m.a. upp á súpu dagsins og brauð á tilboði.

Á skalholt.is má lesa um fleiri viðburði í tengslum við menningarveisluna í maí.


You may also like the following events from Skálholt:

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Nearby Hotels

Skálholt, 806 Bláskógabyggð, Ísland, Selfoss, Iceland

Just a heads up!

We have gathered all the information for you in one convenient spot, but please keep in mind that these are subject to change.We do our best to keep everything updated, but something might be out of sync. For the latest updates, always check the official event details by clicking the "Find Tickets" button.

Get updates and reminders

Host Details

Skálholt

Skálholt

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Að bjarga bók - Old Icelandic books | Event in Selfoss | AllEvents
Að bjarga bók - Old Icelandic books
Sat, 10 May, 2025 at 03:00 pm