Ármannsmótið 2025- OPIÐ MÓT
Til minningar um Ármann Einarsson
Mótið verður haldið þann 7 júní 2025 á félagssvæði Háfeta í Þorlákshöfn og byrjar 12:00.
Keppt verður í Gæðingatölti ( hægt tölt, snúið við og sýnt frjása ferð á tölti).
Boðið verður uppá 8 flokka en flokkarnir eru:
Pollaflokkur 9 ára á árinu og yngri- Teymdir- skráning í sportfeng- Pollaflokkur tölt T7.
Polla flokkur 9 ára á árinu og yngri- Ríða sjálfir- skráning í sportfeng- Pollatölt.
Barnaflokkur 10-13 ára á árinu.
Unglingaflokkur 14-17 ára á árinu.
Ungmennaflokkur 18-21 árs á árinu.
Kvennaflokkur 22 ára á árinu til 69 ára- skráning í sportfeng- Gæðingatölt fullorðinsflokkur.
Karlaflokkur 22 ára á árinu til 69 ár- skráning í sportfeng- Gæðingatölt fullorðinsflokkur-Gæðingaflokkur 1.
Heldri mannaflokkur 70 ára á árinu og eldri, karlar og konur.- Skráning í Sportfeng- Gæðingatölt fullorðinsflokkur-Gæðingaflokkur 2.
Úrslit eru riðin eftir hvern flokk.
Eftir úrslit í öllum flokkum koma efstu knapar í sínum flokki aftur inná brautina og dómari getur bætt við fleirum ef honum finnst þurfa og sýna þau aftur prógramm og velur dómari glæsilegasta par mótsins.
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng.
Ef vandræði koma upp við skráningu þá má hafa samband í gegnum email:
c2lndXJiam9yZyB8IGxhbmdpc2pvciAhIGNvbQ==
Skráningu lýkur fimmtudaginn 5. júní 2025
Skráningagjöld eru eftirfarandi
1000 kr fyrir polla og börn
3000 kr fyrir unglina, ungmenni og fullorðna
Kafflihlaðborð verður í félagsheimilinu og posi á staðnum.