Velkomin til Gilead!, 10 December | Event in Reykjavík | AllEvents

Velkomin til Gilead!

Kvenréttindafélag Íslands

Highlights

Wed, 10 Dec, 2025 at 04:00 pm

Þjóðminjasafnið

Advertisement

Date & Location

Wed, 10 Dec, 2025 at 04:00 pm (GMT)

Þjóðminjasafnið

Suðurgata 41, 102 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Velkomin til Gilead!
//ENGLISH BELOW//

Málþing Kvenréttindafélags Íslands, RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við HÍ og UN Women á Íslandi um kyn- og frjósemisréttindi á tímum öfgahyggju.

📍 Hvar: Þjóðminjasafn Íslands - Fundarsalur
📅 Hvenær: Miðvikudaginn 10. desember 2025
⌚ Klukkan: 16:00 – 17:30


🟥

Alþjóðlegi mannréttindadagurinn er haldinn þann 10. desember ár hvert og markar hann lok 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni efna Kvenréttindafélag Íslands, RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við HÍ og UN Women á Íslandi til málþings um réttindi kvenna.

Mikið bakslag er að eiga sér stað í jafnréttismálum um allan heim. Öfgahyggja og fjármagnaðar and-kynjahreyfingar (e. anti-gender movements) sækja í sig veðrið með það að markmiði að grafa undan lýðræði og mannréttindum og kvenfyrirlitning eykst. Sótt er að mannréttindum kvenna og hinsegin fólks og sjálfsákvörðunarréttur þeirra og öruggt aðgengi að þungunarrofi orðið að pólitísku bitbeini enn á ný. Er söguþráður bókarinnar og sjónvarpsþáttanna The Handmaid´s Tale eftir Margaret Atwood að verða að veruleika?

Við höfum fengið Antoninu Lewandowska og Bjarka Þór Grönfeldt til liðs við okkur til að reyna að varpa ljósi á stöðuna. Antonina er félagsfræðingur, rannsakandi og aðgerðasinni í doktorsnámi við Háskólann í Varsjá, þar sem hún rannsakar reynslu fólks af þungunarrofi í kerfislægu og stofnanalegu samhengi. Bjarki Þór er doktor í stjórnmálasálfræði frá University of Kent í Bretlandi. Hann starfar sem sérfræðingur í samfélagsmálum hjá Landsvirkjun en er jafnframt aðjúnkt við sálfræðideild Háskóla Íslands og tekur þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum, þar á meðal á incel menningunni.

Ath. Viðburðurinn fer fram á ensku.



Opnunarerindi:
Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Lokaorð:
Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands
Fundarstjórn:
Svanhildur Anja Ástþórsdóttir, verkefnastjóri hjá GRÓ GEST

🟥

Dagskrá:
16:00 Hús opnar
16:10 Opnunarerindi – Stella Samúelsdóttir
16:15 Antonina Lewandowska: Öfga-fólksfjölgunarhyggja og aðför að frjósemisréttindum um allan heim.
16:40 Bjarki Þór Grönfeldt: Tilurð og þróun incel menningarinnar og tengsl hennar við kvenfyrirlitningu í mannhvelinu á netinu (e. Manosphere).
16:55 Umræður og spurningar úr sal
17:25 Lokaorð – Tatjana Latinovic
17:30 Viðburði lýkur



Um fyrirlesara:

▪️Antonina Lewandowska, FEDERA – Foundation for Women and Family Planning í Póllandi.

Antonina Lewandowska er félagsfræðingur, rannsakandi og aðgerðasinni í doktorsnámi við Háskólann í Varsjá, þar sem hún rannsakar reynslu fólks af þungunarrofi í kerfislægu og stofnanalegu samhengi. Hún lauk námi í Leadership, Communication and Policy Skills Development við Háskólann í Cambridge og var fyrst til að starfa sem ráðgjafi hjá Stúdentaráði Háskólans í Varsjá um mál sem sneru að kynferðislegu ofbeldi.
Hjá FEDERA – Foundation for Women and Family Planning í Póllandi vinnur hún að bættu aðgengi að þungunarrofi og getnaðarvörnum og að því að uppræta ofbeldi á sviði kvenlækninga í Póllandi. Hún vinnur einnig með alþjóðlegum samtökum á borð við ASTRA Network og er sérfræðingur hjá Evrópusambandinu þar sem hún kortleggur aðgengi að getnaðarvörnum (EU Contraception Atlas).

Antonina er meðhöfundur nokkurra skýrslna um kynfræðslu og réttindi kvenna. Antonina hlaut nafnbótina Women’s Champion of the Year 2022 frá Population Matters og fékk einnig Tadeusz Mazowiecki-verðlaunin árið 2022 fyrir framlag sitt til réttinda á sviði kynheilbrigðis og fjölskylduáætlunar. Antonina skrifaði skýrsluna „Welcome to Gilead“ árið 2021 en skýrslan varpar ljósi á hvernig öfgafull fólksfjölgunarhyggja og brot á frjósemisréttindum eru vaxandi, hnattræn ógn.

▪️Bjarki Þór Grönfeldt, stjórnmálasálfræðingur.

Bjarki Þór Grönfeldt er doktor í stjórnmálasálfræði frá University of Kent í Bretlandi. Bjarki starfar sem sérfræðingur í samfélagsmálum hjá Landsvirkjun en er jafnframt aðjúnkt við sálfræðideild Háskóla Íslands og tekur þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum, þar á meðal á incel menningunni.

🟥


//English//:

“Welcome to Gilead“
Seminar hosted by the Icelandic Women’s Rights Association, RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference at the University of Iceland and UN Women Iceland on sexual and reproductive rights in an age of extremism.

📍 Location: National Museum of Iceland – Lecture Hall
📅 Date: Wednesday, 10 December 2025
⌚ Time: 16:00–17:30




About the event:

International Human Rights Day is observed on 10 December each year and marks the end of the 16 Days of Activism against Gender-Based Violence. To mark the occasion, the Icelandic Women’s Rights Association, RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference at the University of Iceland and UN Women Iceland are hosting a seminar on women’s rights.

A significant backlash against gender equality is unfolding around the world. Extremism and well-funded anti-gender movements are gaining ground with the aim of undermining democracy and human rights, and misogyny is on the rise. The rights of women and LGBTQ+ people are increasingly under attack, with their bodily autonomy and safe access to abortion once again becoming a political battleground. Is the plot of Margaret Atwood’s The Handmaid’s Tale becoming reality?

To help shed light on the situation, we have invited Antonina Lewandowska and Bjarki Þór Grönfeldt to join us. Antonina is a sociologist, researcher, and activist pursuing a PhD at the University of Warsaw, where she studies people’s experiences of abortion within systemic and institutional contexts. Bjarki Þór holds a PhD in political psychology from the University of Kent in the UK. He works as a social affairs specialist at Landsvirkjun, is also an adjunct at the University of Iceland’s Department of Psychology, and takes part in various research projects, including on incel culture.

🟥

Opening remarks: Stella Samúelsdóttir, Executive Director, UN Women Iceland
Closing remarks: Tatjana Latinovic, Chair of the Icelandic Women’s Rights Association
Moderator: Svanhildur Anja Ástþórsdóttir, Project Manager, GRÓ GEST

Please note: The event will be held in English.



Programme
16:00 Doors open
16:10 Opening remarks – Stella Samúelsdóttir
16:15 Antonina Lewandowska: Extreme Pronatalism and the Global Attack on Reproductive Rights
16:40 Dr. Bjarki Þór Grönfeldt: The Incel Movement and Misogyny in the Manosphere
16:55 Discussion and Q&A
17:25 Closing remarks – Tatjana Latinovic
17:30 Event concludes

🟥

About the speakers:

▪️Antonina Lewandowska, FEDERA – Foundation for Women and Family Planning (Poland).

Antonina Lewandowska - sociologist, researcher, and activist pursuing a PhD at the University of Warsaw, where she studies abortion experiences in systemic and institutional contexts. An alumna of the University of Cambridge’s Leadership, Communication and Policy Skills Development course, she previously served as the first sexual abuse consultant at the University of Warsaw Students’ Union. As National Advocacy Coordinator at the Foundation for Women and Family Planning (FEDERA), she works to improve access to abortion and contraception and combat gynecological and obstetric violence in Poland. She also collaborates with international organizations such as the ASTRA Network, and serves as an expert for the European Union’s Contraception Atlas.

Antonina is a co-author of several reports on sexuality education and women’s rights, Antonina was named Women’s Champion of the Year 2022 by Population Matters and received the Tadeusz Mazowiecki Award in 2022 for her commitment to reproductive rights. Antonina authored the report “Welcome to Gilead” in 2021, which highlights how extreme pronatalism and violations of reproductive rights represent a growing global threat.

▪️ Dr. Bjarki Þór Grönfeldt, Doctor of Political Psychology.

Bjarki Þór holds a PhD in political psychology from the University of Kent in the UK. He works as a social affairs specialist at Landsvirkjun, is also an adjunct at the University of Iceland’s Department of Psychology, and takes part in various research projects, including on incel culture.



Also check out other Workshops in Reykjavík, Arts events in Reykjavík, Literary Art events in Reykjavík.

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Nearby Hotels

Þjóðminjasafnið, Suðurgata 41, 102 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Get updates and reminders
Ask AI if this event suits you

Host Details

Kvenréttindafélag Íslands

Kvenréttindafélag Íslands

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Velkomin til Gilead!, 10 December | Event in Reykjavík | AllEvents
Velkomin til Gilead!
Wed, 10 Dec, 2025 at 04:00 pm