Miðvikudaginn, 10. desember
Kl. 16:45-18:45
REYR Studio, Fiskislóð 31B
8.900 kr.
Skráning á www.reyrstudio.com -> Á döfinni
Kristín Bára og Elma Dögg taka höndum saman á þessum einstaka viðburði. MEÐ MÝKT og RÓ Í REYR eru fastir liðir í dagskrá REYR og ætla þær nú að bjóða uppá þennan fallega viðburð þar sem þær sameina töfra sína.
Viðburðurinn hefst á þerapísku jógaflæði og hvíldarstöðum, leiddum af Elmu, þar sem þú færð tækifæri til að losa um streitu og spennu í líkamanum. Hugurinn róast og þú færð að gefa eftir inní hvíld og slökun.
Kristín Bára tekur svo við og leiðir þig í djúpslakandi tónferðalag með gongi og kristalskálum. Ásetningurinn er að upplifa hugarró, djúpa kyrrð & áreynslulausa streitulosun. Að falla frá hugsunum & gjörðum yfir í að finna & vera. Sleppa takinu & treysta flæðinu.
KRISTÍN BÁRA
Kristín Bára er menntaður hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands & hefur starfað við það á ýmsum vettvangi.
Hún sótti sér kennararéttindi í Yoga Nidra árið 2019 hjá Amrit Yoga Institute undir leiðsögn Kamini Desai & kláraði framhaldsnám árið 2021. Hún hefur lokið 200 klst jógakennaranámi frá Vikasa Yoga & er með kennararéttindi í Qigong. Hún hefur sótt sér þjálfun í gongspilun & tónheilun með kristalsskálum hjá Arnbjörgu & Saraswati Om. Hún lauk síðan nýverið 50 klst Yin Yoga TT hjá Salvöru Davíðs og fyrir tveimur árum lauk hún eins árs námi í Compassionate Inquiry á vegum Dr. Gabor Maté & Sat Dharam Kaur.
Kristín Bára hefur um árabil leitt Yoga Nidra & Tónheilun í Yogashala Reykjavík & hefur víðtæka reynslu af því að halda öruggu rými fyrir einstaklinga & hópa.
ELMA DÖGG
Elma Dögg er eigandi REYR Studio. Hún hefur stundað jóga í yfir áratug og fór í sitt fyrsta jógakennaranám í norður Indlandi 2019, þar sem hún stundaði nám í Hatha jóga fræðum. Síðan þá hefur hún bætt við sig reynslu og þekkingu í kennslu og sótt ýmis jóga-, öndunar- og hugleiðslunámskeið.
Það sem heillar Elmu við jóga eru þau margvíslegu tæki og tól sem ástundun þess hefur gefið henni til að öðlast meira líkamlegt sem og andlegt jafnvægi. Hún hefur síðustu ár lagt áherslu á æfingar sem vinna að streitulosun og ró í bæði líkama og sál.
Elma hefur síðustu ár kennt jóga í Reykjavík Yoga, Yoga Shala, REYR og einnig á Spáni. Hún er m.a. með réttindi í Hatha jóga, Restorative jóga, Yin jóga, meðgöngujóga og þerapískum jógafræðum.
Also check out other Health & Wellness events in Reykjavík.