Bíó Paradís og Dýrahjálp Íslands munu hafa sérstaka styrktarsýningu á bíómyndinni "Kisi" (e. Flow) þann 1. maí kl. 17 þar sem allur ágóði af miðasölu mun renna til Dýrahjálpar.
Um myndina:
Kisi er einmana dýr og eftir mikið flóð, finnur hann skjól á báti sem er byggður af allskonar dýrum og upphefst ævintýraferð þar sem samvinna dýranna skiptir öllu máli.
Hér er á ferðinni einstök teiknimynd með engu tali, þar sem tónlist og hljóð fær að njóta sín í heimi dýranna.
Myndin ætti að höfða til allra sem elska dýr. Því er afar viðeigandi að hafa styrktarsýningu á myndinni til styrktar Dýrahjálpar Íslands sem aðstoða dýr í neyð sem vantar ný heimili.
"Kisi" (e. Flow) hefur hlotið stórkostlega dóma um allan heim
Myndin hlaut bæði Óskarsverðlaun og Golden Globe verðlaunin sem besta teiknimyndin árið 2025.
Hún vann einnig sem besta teiknimyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2024 ásamt því að hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda og dómnefndar- og áhorfendaverðlaunin á Annecy kvikmyndahátíðinni 2024.
Hér er því tilvalið tækifæri til að láta gott af sér leiða og sjá einstaka verðlaunamynd.
Hægt er að kaupa miða hér:
https://bioparadis.is/mynd/419_kisi-flow-/
Ath aðeins er styrktarsýning þann 1. maí :)
Myndin er leyfð öllum aldurshópum en gæti mögulegu verið erfið áhorfs fyrir 5 ára og yngri eða viðkvæm barnahjörtu.