The Smashing Pumpkins eru á leiðinni til Íslands í fyrsta skipti og halda sannkallaða stórtónleika í Laugardalshöllinni 26. ágúst.
The Smashing Pumpkins er ein af áhrifamestu hljómsveitum allra tíma og hefur átt stóran þátt í mótun indie tónlistar og menningar frá því að hún var stofnuð í Chicago árið 1988. Hljómsveitin hefur selt yfir 30 milljón platna um allan heim og unnið fjölda verðlauna, þar má nefna tvenn GRAMMY® verðlaun, sjö MTV VMA verðlaun og American Music verðlaun. Óhætt er að lofa ógleymanlegu kvöldi.
Í boði eru stæði, fjögur sitjandi svæði og tvenns konar VIP uppfærslur. Miðar kosta frá 19.990 kr.