(English below)
ADHD (IS)
Þriðjudaginn 26. ágúst kl. 19:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi*
ADHD gaf út níundu hljómplötu sína í október 2024 og mun fylgja henni eftir með tónleikaferðalögum hérlendis og erlendis í ár. Þar á meðal mun hljómsveitin einnig koma fram á tónleikahátíðum á meginlandinu.
9. hljómplatan er að koma út hjá þýska útgáfufélaginu Enja/Yellowbird og er það í fyrsta skipti sem að erlent plötufyrirtæki gefur út og fær útgáfan jafnframt kynningu í þýskumælandi jazztímaritum og fjölmiðlum. Hljómplatan var tekið upp í Castle Studios í Dresden í október 2023.
ADHD hefur verið starfandi frá árinu 2007, en þá kom hljómsveitin saman til að spila á Hammond hátíðinni á Höfn í Hornafirði.
Fyrsta hljómplata sveitarinnar kom út árið 2009 og var hún kynnt með tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur í Hafnarhúsinu.
Meðlimir sveitarinnar eru þeir Magnús Trygvason Elíassen sem spilar á trommur, Ómar Guðjónsson sem spilar á gítar, pedal steel og bassa, Óskar Guðjónsson sem spilar á saxofóna og Tómasi Jónssyni sem spilar píano, hammond og ýmis önnur hljóðfæri.
Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir flestar sínar plötur og hefur hreppt þau sex sinnum í gegnum tíðina.
Hljómsveitin mun á komandi ári leggja drög að tíundu hljómplötu sinni og verða þeir drengir nýkomnir úr upptökum þegar að Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram þ.a. líklega munu þeir frumflytja nýtt efni á hátíðinni.
Dagskrá opnunardags Jazzhátíðar:
Harpa, Norðurljós 19:00 ADHD (IS)
Harpa, Norðurljós 20:00 SAUMUR Arve Henriksen-Skúli Sverrisson-Hilmar Jensson (IS/NO)
Harpa, Norðurljós 21:00 Nicolas Moreaux: Poney Moon (IS/FR)
Harpa, Norðurljós 22:00 Skuggamyndir frá Býsans (IS)
Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*
///
ADHD (IS)
Tuesday, August 26 at 19:00
Harpa, Norðurljós
Evening Pass*
ADHD released their ninth album in October 2024 and will follow up with concert tours both in Iceland and abroad in the coming year. The band will also appear at music festivals on the continent and is especially excited to perform at Reykjavík Jazz Festival.
The ninth album is being released by the German record label Enja/Yellowbird — marking the first time an international label has released their music. The album will also be featured in jazz magazines and media across German-speaking countries. It was recorded at Castle Studios in Dresden in October 2023.
ADHD has been active since 2007, when the band first came together to perform at the Hammond Festival in Höfn, Hornafjörður.
Their debut album was released in 2009 and introduced with a performance at Reykjavík Jazz Festival in Hafnarhús.
The band members are:
Magnús Trygvason Elíassen on drums
Ómar Guðjónsson on guitar, pedal steel, and bass
Óskar Guðjónsson on saxophones
Tómas Jónsson on piano, Hammond organ, and various other instruments
ADHD has been nominated for the Icelandic Music Awards for most of their albums and has won the award six times.
This year, the band will begin work on their tenth album. They’ll be fresh out of recording sessions when Reykjavík Jazz Festival takes place, so they’re likely to premiere new material at the festival.
Harpa, Norðurljós 19:00 ADHD (IS)
Harpa, Norðurljós 20:00 SAUMUR Arve Henriksen-Skúli Sverrisson-Hilmar Jensson (IS/NO)
Harpa, Norðurljós 21:00 Nicolas Moreaux: Poney Moon (IS/FR)
Harpa, Norðurljós 22:00 Skuggamyndir frá Býsans (IS)
An Evening Pass is available for every night of the festival at Harpa, granting access to all concerts that evening. All performances take place in Norðurljós Hall (2nd floor). Please note: There are no single-ticket sales for individual evening concerts at Harpa.
You may also like the following events from Reykjavík Jazz Festival:
Also check out other
Music events in Reykjavík,
Entertainment events in Reykjavík,
Festivals in Reykjavík.