Boðað er til opins borgaraþings í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Umfjöllunarefni borgaraþings verður að þessu sinni; Hvernig verður Reykjavík kolefnishlutlaus?
Markmið Reykjavíkurborgar er að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2030 og að aðlögun að loftslagsbreytingum verði með vistvænum og mannvænum hætti.
Eftirfarandi er dagskrá þingsins:
10:00 - 10:10 Setning borgaraþings
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, setur borgaraþingið og býður þátttakendur velkomna.
10:10 - 10:25 Kynning á Loftslagsborgarsamningi Reykjavíkurborgar
Hrönn Hrafnsdóttir, deildarstjóri loftslagsmála.
10:25 - 12:00 Umræður á borðum
Ráðgjafar frá Arcur kynna fyrirkomulag og hópar hefja umræður.
12:00 - 12:30 Samantekt
Örstutt yfirlit yfir helstu umræðufleti og sjónarmið sem fram koma í umræðum á borðum.
Á borgaraþinginu verður umræðum skipt í 4 flokka:
Gönguborgin Reykjavík
Hjólaborgin Reykjavík
Útilífsborgin Reykjavík
Almenningssamgönguborgin Reykjavík
Borgaraþingið mun fara fram á íslensku en þau sem óska eftir tungumálaaðstoð eru beðin um að senda tölvupóst á netfangið
bHlkcmFlZGkgfCByZXlramF2aWsgISBpcw==
Mikilvægt er að skrá sig á þingið þar sem húsrými er takmarkað:
https://forms.office.com/e/eGpjLgFktA
Hlökkum til að hitta öll þau sem láta sig þessi málefni varða og eiga gott samtal.