Vegagerðin stendur fyrir áhugaverðu málþingi um samvinnuverkefni í samgönguframkvæmdum þann 7. maí nk. á Fosshótel Reykjavík í Þórunnartúni kl. 13:00-16:00.
Á málþinginu verður m.a. farið yfir reynslu annarra þjóða af samvinnuverkefnum, hvernig lagaumhverfi og útboðsferli er hérlendis og sagt frá stöðu og framgangi samvinnuverkefna sem þegar eru komin í framkvæmd, auk verkefna sem eru á teikniborðinu.
Dagskráin er eftirfarandi:
Opnun málþings. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar
Ávarp innviðaráðherra. Eyjólfur Ármannsson
Lagaumhverfi og útboðsferli. Jóhannes Bjarni Björnsson, hæstaréttarlögmaður hjá Landslögum
Reynsla annarra þjóða af samvinnuverkefnum. Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar hjá Deloitte
Hornafjörður og Ölfusárbrú – samvinnuverkefni í framkvæmd. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar
Sundabraut sem samvinnuverkefni. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar
Hvað höfum við lært og hver eru næstu skref? Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar hjá Deloitte
Spurningar og umræður
Fundarstjóri – G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskipta hjá Vegagerðinni