Kæru nýnemar í sálfræði við Háskóla Íslands. Nú er loksins komið að þeim degi sem allir eru búnir að bíða eftir....nýnemadagurinn!
Hann mun eiga sér stað 29. ágúst og er mæting klukkan 16:30 (óvæntur glaðningur í fljótandi formi í boði fyrir þá sem mæta tímalega) það eina sem þið þurfið að gera er bara að mæta með gott skap og klædd eftir veðri (þar sem að við verðum úti)!! Við sjáum um rest😉.
Það sem boðið verður uppá á nýnemadaginn fyrir þá sem skrá sig og mæta er auðvitað Tuborg Grön og gos í boði Ölgerðar, pizzaveisla, gríðaleg skemmtun, fjör og geggjað djamm!
Fólki verður skipt í nokkra hópa og farið í ýmsa leiki á stöðvum á háskólasvæðinu
Nýnemadagurinn er besta tækifæri til þess að kynnast fólki sem er með ykkur í námi og mynda ný vinatengsl fyrir komandi ár sem gerir námið skemmtilegra og einfaldara!
Eftir dagskránna verður haldið niður í bæ á heimabar Animu!
Endilega skráið ykkur hér fyrir neðan því þið viljið ekki missa af þessu!!