Þrátt fyrir ungan aldur hefur Magnús Jóhann Ragnarsson skapað sér viðurkenningu sem óvenju fjölhæfur tónlistarmaður á flestum sviðum tónlistar; sem tónskáld, hljómborðsleikari og upptökustjóri. Hann hefur fengist við fjölbreyttar stefnur og stíltegundir í tónlist, allt frá innhverfum djassi, sígildum dægurlögum, ómstríðri strengjatónlist til framsækinnar raftónlistar. Hann hefur nú gefið út níu hljóðrit, sína eigin tónlist og í samstarfi við söngkonuna GDRN og djassleikarana Skúla Sverrisson og Óskar Guðjónsson. Magnús Jóhann var valinn tónlistarflytjandi ársins í opnum flokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2023 og 2025. Á þessum tónleikum flytur Magnús Jóhann eigin tónlist í fjölbreyttum hljómsveitarútsetningum. Magnús leikur ekki eingöngu á píanó og hljómborð heldur hefur hann að undanförnu þjálfað sig í leik á hið dulmagnaða hljóðfæri Ondes Martenot sem fær einnig að njóta sín á þessum tónleikum.
Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir, án hlés, og fara fram í Norðurljósasal Hörpu.
Efnisskrá
Efnisskrá kynnt síðar
Hljómsveitarstjóri
Ross Jamie Collins
Einleikari
Magnús Jóhann Ragnarsson
//
Despite his young age, Magnús Jóhann Ragnarsson has established himself as an exceptionally versatile musician in most areas of music; as a composer, keyboard player, and producer. He has explored a variety of musical trends and styles, from introverted jazz, classic pop songs, and resonant string music to progressive electronic music. He has released nine albums, his own music and in collaboration with singer GDRN and jazz musicians Skúli Sverrisson and Óskar Guðjónsson. Magnús Jóhann was named Music Performer of the Year in the open category at the Icelandic Music Awards 2023 and 2025. At this concert, Magnús Jóhann performs his own music in diverse orchestral arrangements. Magnús not only plays the piano and keyboard but has recently been studying to play the mystical-sounding Ondes Martenot instrument, which will also be featured at this concert.
The concert is about an hour long, without an intermission, and it takes place in Norðurljós hall in Harpa.
You may also like the following events from Sinfóníuhljómsveit Íslands:
Also check out other
Music events in Reykjavík,
Entertainment events in Reykjavík,
Concerts in Reykjavík.