Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með sumardagskrá sína með spennandi tónleikatvennu þriðjudaginn 5. ágúst og miðvikudaginn 6. ágúst kl. 20:00 á Björtuloftum, Hörpu. Saxófónleikarinn Sigurður Flosason kemur fram ásamt kvartetti sínum og mun flytja lagræna og grípandi tónlist sína þar sem jazz og blús mætast á töfrandi og tilfinningaríkum mörkum. Ásamt Sigurði koma fram Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Agnar Már Magnússon sem leikur á hammond orgel og trommuleikarinn Einar Scheving.
Sigurður Flosason Quartet
The quartet performs Sigurður’s melodic and groovy music somewhere in between jazz and blues.
Sigurður Flosason, saxophone
Andrés Þór Gunnlaugsson, guitar
Agnar Már Magnússon, hammond organ
Einar Scheving, drums
The concert starts at 20 @ Björtuloft, Harpa Concert House. Tickets ISK 4900.
Spennandi sumardagskrá Múlans heldur síðan áfram á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum fram í miðjan ágúst. Múlinn er á sínu 28. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistamanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans.
Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Jazzklúbburinn Múlinn er handhafi Íslensku tónlistarverðalaunanna.
Tónleikar Múlans fara fram á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum klukkan 20:00 á Björtuloftum, fimmtu hæð Hörpu. Miðaverð kr. 4900 og 3600 fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu
You may also like the following events from Mulinn Jazz club:
Also check out other
Music events in Reykjavík,
Entertainment events in Reykjavík,
Concerts in Reykjavík.