Verið velkomin á opnun sýningarinnar Hvísluleikur / The Silent Universe seeks Echo Í Hermu, Hverfisgötu 4 þann 24. Júlí kl. 17:00. Sýningin mun standa yfir dagana 24. - 27. Júlí.
Drykkir á opnun í boði Grugg og Makk
Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru:
Elín Margot
Erla Sverrisdóttir
Katrín Þorvaldsdóttir
River Andrews
Svava Þorsteinsdóttir
Vikram Pradhan
Sýningarstjórn :
Erla Sverrisdóttir og Svava Þorsteinsdóttir
Hvísluleikur /
The Silent Universe Seeks Echo
Sýningin Hvísluleikur / The Silent Universe Seeks Echo sprettur út frá blindum tilraunum fimm listamanna til þess að eiga í einlægum samskiptum við náttúrulegt umhverfi sitt. Sem manneskjur höfum við tilhneigingu til að setja tungumálið okkar á stall sem tákn um vitsmunalega yfirburði. Samtímis renna orðin þó viðstöðulaust af tungu jarðarinnar. Undir fótum okkar, utan augnfæris, á skógurinn í leynilegum samræðum við sjálfan sig. Hvíslandi vindhviður flækja hárið og bera áfram aldagamlar flökkusögur. Allt eru þetta náttúrulegir eiginleikar lífríkisins. Tungumál mannsins á sér uppruna í sömu kenndum. Þegar við áttum okkur á því að tungumálið er manneskjunni eðlislægt, samofið líkamlegu holdi, birtist jörðin okkur einnig sem lifandi vera, kunnugleg rödd.
Í Íslenskri orðabók er tungumál skilgreint sem takmarkandi kerfi tákna sem stjórnast af reglum. Þessi skilgreining lýsir hugsunarhætti sem afneitar náttúrulegum eiginleikum tungumálsins. Samskiptin sem leynast handan orðana renna úr greipum okkar.
Titill sýningarinnar, “Hvísluleikur” vísar í barnaleikinn sem snýst um að láta orð ganga á milli eyrna þar til það hefur bjagast og mögulega glatað sinni upphaflegu merkingu. Tilraunir til samskipta við verur jarðarinnar verða eins konar hvísluleikur. Skilaboðin fylgja engum málfræðireglum og umbreytast gjarnan áður en þau komast á leiðarenda. En kannski er hindrunin á veginum einmitt boð til að staldra við og leggja við hlustir.
Opnunartímar:
Fimmtudagur 24.júlí: Opnun kl. 17:00
Föstudagur 25.júlí: 12:00 - 20:00
Laugardagur 26.júlí: 12:00 - 18:00
Sunnudagur 27.júlí: 12:00 - 18:00
Poster: Janosch Kratz
________________
We invite you to the opening of the exhibition Hvísluleikur / The Silent Universe Seeks Echo
will take place at Herma, Hverfisgata 4, on July 24 at 5:00 PM.
The exhibition will run from July 24 to 27.
Drinks provided by Grugg og Makk at the opening.
Artists featured in the exhibition:
Elín Margot
Erla Sverrisdóttir
Katrín Þorvaldsdóttir
River Andrews
Svava Þorsteinsdóttir
Vikram Pradhan
Exhibition curators:
Erla Sverrisdóttir and Svava Þorsteinsdóttir
Hvísluleikur / The Silent Universe Seeks Echo springs from the attempts of five multi-disciplinary artists to open up an active dialogue with our natural environment. As humans, we tend to celebrate language as a symbol of our intellectual superiority in the natural world. Yet the earth is rarely silent. The forest in constant dialogue with itself beneath our feet as whispers from the gust entangle our hair, , carrying stories from each thing it strokes. Those are the ever happening impulses of nature. Human language is rooted in this very instinct - the urge to connect with the living. By acknowledging that language is woven into the fabric of our physical bodies we reappear as a part of a living world.
In the Icelandic Dictionary, language is defined as a restrictive system of symbols governed by rules. This reflects a collective mindset which overlooks the living nature of language and therefore fails to grasp the exchanges that lie beyond the boundaries of words.
The Icelandic title “Hvísluleikur” references the telephone game where words pass from ear to ear, often changing shape, even losing their original meaning as they travel. In many ways our attempts to communicate with other life forms resemble this game. The messages flow in unpredictable ways, breaking every rule of grammar, shifting and transformed by motion. But perhaps every distortion, every moment of silence can be revealed as an invitation. The language barrier, intentionally placed. A quiet nudge to stop, attune ourselves and listen to voices beyond our own.
Poster by Janosch Kratz
Also check out other Exhibitions in Reykjavík, Arts events in Reykjavík.