Konur & Hvíld í Fantasíu - Uppselt var á síðasta viðburð 💜
Svefnheilsa kvenna, hjartaopnandi hugleiðsla, fræðsla og Jóga Nidra
Komdu og taktu þátt í nærandi kvöldstund sem sameinar fræðslu um svefnheilsu kvenna, svefnráð og jóga nidra djúpslökun.
Dr. Erla Björnsdóttir og Inga Rún Björnsdóttir, sálfræðingar og svefnráðgjafar hjá Betri Svefn og SheSleep, jóga- og nidra kennarar leiða viðburðinn. Viðburðurinn er ætlaður konum, þar sem sérstök áhersla er á fræðslu um svefnvanda í tengslum við barneignir, tíðahringinn, breytingaskeiðið, streitu og fleiri áskoranir sem konur mæta gjarnan á lífsleiðinni.
Dagskrá:
Jurtate & ásetningur: Við byrjum stundina með slakandi jurtatei og setjum okkur ásetning fyrir tímann.
Fræðsla um svefn, streitu, svefnvanda og svefnheilsu kvenna: Dr. Erla fræðir um svefn og algengan svefnvanda, áhrif streitu á svefn og mikilvægi slökunar er kemur að góðri svefnheilsu. Hvaða svefnráð virka best? Hvaða áhrif hafa mismunandi skeið tíðahringsins á svefn? Hvað er til ráða þegar svefninn fer úr skorðum í tengslum við barneignir eða á breytingaskeiðinu? Þurfa konur meiri svefn en karlar? Svefnkvíði, hvað er það? Erla svarar meðal annars þessum spurningum í fræðslunni og kynnir einnig fyrir þátttakendum aðgengilega, ódýra og gagnreynda rafræna lausn sem Betri Svefn hefur þróað til að bæta svefn.
Jóga nidra & gong slökun: Inga leiðir stutt, mjúkt flæði til að draga úr spennu í líkamanum og færum okkur svo yfir í jóga nidra djúpslökun og gongspil – mjög öflug verkfæri til að virkja sefkerfi líkamans og styðja við betri svefn og vellíðan.
Verð: 6.900kr
Skráðu þig með því að fylla út formið sem þú finnur hér:
https://forms.gle/U4brjw1kJqtykQNBA og greiðsluhlekkur birtist er þú ýtir svo þar á Senda Inn / Submit.
Viðburðurinn verður í Fantasíu sal Vinnustofu kjarvals, Austurstræti 8, 101 Reykjavík
Athugið að pláss á viðburðinn er takmarkað. Við hvetjum áhugasamar til að tryggja sér miða sem fyrst.
Við hlökkum til að sjá ykkur og skapa saman rými fyrir djúpa slökun og innri ró.
Erla og Inga