Flotviðburðir með Hildi Karen & Valdimari.
🗓 20 & 21. Ágúst 2025 kl. 20
📍 Hvalfjörður
Komdu og tengdu við kyrrðina.
Við bjóðum upp á einstakan flotviðburð í náttúru Hvalfjarðar, þar sem Hildur Karen & Valdimar leiða þig í slökun og tengingu við sjálfan þig.
Í þessum tíma færðu tækifæri til að slaka algjörlega á, láta vatnið bera þig og leyfa öllu að líða hjá.
Með nærveru sinni og hlýlegri leiðsögn skapa Hildur Karen & Valdimar öruggt og róandi andrúmsloft þar sem þú getur farið inn á við og endurnært líkama og sál. Með fjölbreyttum nuddstrokum, léttum teygjum og mjúkum hreyfingum í hlýju vatninu vinna þau með þér að ná fram betri slökun og vellíðan í lauginni.
Viðburðurinn hentar bæði þeim sem eru vanir floti og þeim sem vilja prófa að njóta samvista við vatnið á nýjan hátt.
Hildur Karen er flotmeðferðaraðili og hefur leitt flot frá árinu 2016. Hún hefur lokið Float Therapy Level 1 og 2 auk annarra námskeiða er tengjast floti.
Valdimar er heilsunuddari og hefur starfað sem slíkur síðan 2024, í sínu námi öðlaðist hann þekkingu mismunandi tegunda af nuddi sem hann dregur með sér í laugina.
Verð á viðburðinn er 8.500 kr. á mann og eru aðeins 14 pláss í boði.
Skráning fer fram í einkaskilaboðum hér á facebook eða í gegnum email:
MTIxNGd2IHwgZ21haWwgISBjb20=
🕯️ Slökun
🌊 Flot í heitu vatni
🎶 Náttúruhljóð og nærandi orka