Samtökin '78 bjóða nú upp á mánaðarlega hittinga fyrir fólk sem tengist fjölkæru/poly samböndum, hvort sem þú ert að:
Íhuga eða forvitin/nn/ð um fjölkær/poly sambönd.
Taka fyrstu skrefin í átt að eða í fjölkæru/poly samböndum.
Ert með mikla reynslu og skilning á fjölkæri, sem þig langar að deila.
Ástrós Erla, Margrét og Alexander, ráðgjafar hjá Samtökunum‘78, leiða hittingana og þær umræður sem eiga sér stað hverju sinni. Markmið þeirra er að skapa rými þar sem fjölkært/poly fólk getur fundið stuðning, fengið ráðleggingar og byggt upp tengsl við aðra innan hinsegin samfélagsins sem hafa svipaða reynslu og áhuga.
Markmið hópsins:
Að skapa öruggt og hlýlegt rými þar sem reynslu þinni, upplifun og sögu er fagnað.
Að efla samfélag fjölkærra og gefa tækifæri til tengsla og deilingar.
Að deila verkfærum og aðferðum sem hjálpa við áskoranir eins og
afbrýðisemi, traust, tímastjórnun og samfélagslega fordóma.
Að veita innblástur með því að deila sögum—bæði góðum og
erfiðum—sem geta hjálpað öðrum í hópnum á þeirra vegferð.
Það getur verið stórt skref að mæta á eða prófa eitthvað nýtt, þannig við viljum minna þig á að:
• Þú ert hjartanlega velkomin/nn/ð eins og þú ert. Þessi hópur fagnar
fjölbreytileika og þú þarft ekki að vera neitt annað en þú sjálf/ur/t.
• Þú ert ekki ein/nn/tt. Hér eru margir sem deila svipuðum tilfinningum, áskorunum og upplifunum og vilja tengjast og styðja hvert annað.
• Þú ræður þátttökunni. Það er ekkert sem krefst þess að þú tjáir þig ef þú ert ekki tilbúin/nn/ð. Að hlusta er líka ómetanlegt framlag.
• Öruggt rými í trúnaði. Hér er pláss fyrir þig til að vera
sönn/sannur/satt án ótta við fordóma, vanþóknun eða útskúfun.
• Samfélag sem byggir upp. Að heyra sögur annarra—bæði góðar og erfiðar—getur veitt þér og öðrum nýja sýn, styrk og innblástur á eigin ferðalagi.
• Þú skiptir máli. Hvort sem þú ert nýr í fjölkæri, forvitin/nn/ð eða
vön/vanur/vant, þá hefur reynsla þín gildi og hjálpar öðrum í hópnum á sinni vegferð.
Það sem þú færð úr hópnum:
• Öruggt rými: Vertu þú sjálf/sjálfur/sjálft í umhverfi án fordóma þar sem allir fá að tjá sig á sínum forsendum.
• Tilfinningunni að tilheyra: Byggðu upp tengsl við fólk sem skilur þig og þinn reynsluheim.
• Hagnýt verkfæri: Lærðu aðferðir til að bæta samskipti, stjórna tíma og dýpka tengsl.
• Deila reynslu: Fáðu nýja sýn og innsýn í fjölástir með því að hlusta á sögur annarra, sem geta haft sterkan samhljóm við þína eigin upplifun.
• Innblástur: Leyfðu sögum annarra að hvetja þig áfram og veittu
öðrum í hópnum innblástur með því að deila þinni eigin sögu.
Hvar: Samtökin ‘78, Suðurgata 3, Reykjavík
Þátttaka: Ókeypis og öllum opin 18 ára og eldri, óháð kynhneigð, kyni og reynslu.
Við hlökkum til að sjá þig og skapa saman nýtt samfélag þar sem við fáum öll frelsi til að vera eins og við erum!