[english below]
📯 Kunnugt gjörist 📯 Kammerkórinn Huldur heldur fjáröflunartónleika í Hallgrímskirkju 11. maí næstkomandi, klukkan 16:00. Tónleikarnir verða opnir öllum, aðgangur ókeypis en kórinn tekur við öllum frjálsum framlögum af dýpsta þakklæti. Tilefni söfnunarinnar er ferðalag kórsins á kórahátíð í Sviss í lok maí sem og hljómplata með nýrri íslenskri kórtónlist sem er í bígerð. Kórinn lætur svo sannarlega hendur standa fram úr ermum og hefur hann helgað síðustu misserum til undirbúnings á 27 verka efnisskrá fyrir ferðina til Sviss. Hluti þeirrar efnisskrár verður fluttur í Hallgrímskirkju, þar á meðal frumflutningur á nýrri kórútsetningu eftir Snorra Sigfús Birgisson, ‘Klukka Íslands’ Huga Guðmundssonar, ‘Heyr þú oss himnum á’ eftir Önnu Þorvaldsdóttur, verk eftir meðlimi kórsins, kamerúnskt þjóðlag og margt fleira. ⚖️
Svissferðin mikla hefst í Basel. Þar mun Huldur stíga á stokk á Hátíð evrópskra ungmennakóra (EJCF). Hundruðir barna- og ungmennakóra um allan heim sækja um að hverju sinni til að taka þátt í hátíðinni og komast aðeins um 18 evrópskir kórar (þar af þriðjungur ávallt svissneskir kórar) ásamt einum utan úr heimi. Opnunarathöfn hátíðarinnar verður 28. maí í Evróvisjónhöllinni í Basel (st. Jakobshalle) og stendur hátíðin yfir 5 daga.
🗿 UM HÁTÍÐINA 🗿
Fyrsta Hátíð evrópskra ungmennakóra var haldin í Basel árið 1992 og þar til ársins 2010 var hún haldin á þriggja ára fresti. Miklar vinsældir hátíðarinnar leiddu til þess að hún er nú haldin annað hvert ár, og árið 2025 verður hún haldin í fjórtánda skiptið. Hátíðin er vettvangur fyrir tónleika og sameiningarstaður fyrir barna- og ungmennakóra af hæsta gæðastaðli. Tilgangur hátíðarinnar er að sameina fólk, þvert á landamæri og að víkka sjóndeildarhringinn. Huldur er þriðji íslenski kórinn sem fær boð á hátíðina: barnakór Kársness fór 2004 og Hamrahlíðarkórinn 2014.
⚙️ UM PLÖTUNA ⚙️
Um þessar mundir vinnur kórinn að hljómplötu í fullri lengd, með styrk frá upptökusjóði Tónlistarmiðstöðvar og Stefs. Upptökustjóri þessa ferlis er sending frá himnum að nafni Þorgrímur Þorsteinsson. Á plötunni verða ný kórverk eftir Hauk Tómasson, Huga Guðmundsson og átta meðlimi kórsins ásamt ýmsum kórdjásnum sem enn hafa ekki verið hljóðrituð, t.d. eftir Jón Ásgeirsson og Snorra Sigfús Birgisson. Platan er væntanleg að næsta vori.
⚔️ UM KÓRINN 🛠️
Huldur var stofnuð af Hreiðari Inga Þorsteinssyni, að hausti 2021 og er nafnkostur kórsins huldurin (sem beygist eins og Hildur/brúður). Huldurin er kynjavera sem býr í fossum, lindum, lækjum og í djúpum hafsins, saumar sólarljós í döggina og í fossana og knýr gjálfur aldanna fram með langspili sínu, eða eitthvað þvíumlíkt. Kórinn hefur haldið fjölda tónleika og frumflutt öróf íslenskra kórverka á skammri ævi sinni. Innan Huldar morar allt í ungum skúffuskáldum og hefur kórinn verið góður vettvangur fyrir ung og upprennandi tónskáld, ljóðskáld, einsöngvara, hljóðfæraleikara og þá sem hafa áhuga á kórstjórn til að spreyta sig og rækta áhuga sinn og kunnáttu. Kórstjóri og listrænn stjórnandi Huldar er Hreiðar Ingi Þorsteinsson.
Við hlökkum svo innilega til að sjá ykkur 11. maí ⏳
Slagorð tónleikanna er: frítt inn; kostar út.
/ - / - / - / - / - ENGLISH - / - / - / - / - /
📯 Welcome one and all 📯 The Huldur chamber choir will host a fundraising concert in Hallgrímskirkja on May 11th at 16:00 (4 pm). The concert is open to everyone free of cost, but the choir will happily accept donations with hearts full of gratitude. This fundraiser will support Huldur’s trip to Switzerland to participate in the European Youth Choir Festival (EYCF) as well as their upcoming album of newer Icelandic choral compositions. The choir has had their hands full preparing for their trip, practicing and preparing 27 choral works which will be sung during their stay in Switzerland. Some of the aforementioned works will be performed in Hallgrímskirkja, including a new choral composition by Snorri Sigfús Birgisson, “Klukka Íslands” by Hugi Guðmundsson, “Heyr þú oss himnum á” by Anna Þorvaldsdóttir, works composed by members of the choir, a Cameroonian folk song, and much, much more. ⚖️
Huldur will commence their trip to Switzerland in Basel, attending and participating in the European Youth Choir Festival (EYCF). Hundreds of children and youth choirs from all around the world apply for the opportunity to participate in the festival, and only 18 European choirs (one-third of which are usually Swiss) and one choir from the wider world are accepted. The festival will be a five-day event and starts with an opening celebration on May 28th in Basel at st. Jakobshalle where Eurovision will have been hosted a few weeks prior.
🗿 ABOUT THE FESTIVAL 🗿
The first European Youth Choir Festival was held in Basel in 1992, and up until 2012 was held every three years. Due to the popularity of the festival it is now held every other year. This year, 2025, will be the 14th time it is held. The festival’s purpose is to bring people together from all around the world and broaden their horizons. Huldur is the third Icelandic choir to be invited to the festival; the Kársnes Children’s Choir attended in 2004, and the Hamrahlíð Choir attended in 2014.
⚙️ ABOUT THE ALBUM ⚙️
Currently, Huldur is working on releasing a full-length album. Tónlistarmiðstöð (Iceland Music) and STEF (Composers’ Rights Society of Iceland) have both appointed the choir Recording Funds to financially support the recording of the album. The recording manager, Þorgrímur Þorsteinsson, has been a dream to work with, helping the choir record works from various Icelandic composers such as Haukur Tómasson and Hugi Guðmundsson, as well as works from eight composers within the choir. The album will also include older choral compositions that have never been recorded from composers such as Jón Ásgeirsson and Snorri Sigfús Birgisson. The album is scheduled to be released next spring.
⚔️ ABOUT THE CHOIR 🛠️
Huldur was founded on a bleak autumn's night in 2021 and its namesake is the *huldur* which dwells in springs, rivers, waterfalls and in the deep dark ocean. The huldur sews sunlight into dewdrops and waterfalls and bellows the ocean's waves with its langspil (traditional Icelandic drone zither). The choir has held many concerts these past three years and premiered a whole smorgasbord of new icelandic choir music. Huldur is made up of a plethora of young creatives itching to compose, write, perform, sing, and even conduct; being in Huldur has allowed them to explore these passions. Huldur's conductor and director is Hreiðar Ingi Þorsteinsson.
We look forward to seeing you ⏳
Also check out other Music events in Reykjavík, Entertainment events in Reykjavík, Festivals in Reykjavík.