Árlegur Endurskoðunardagur FLE verður haldinn þann 23. maí í salnum Háteig á 4. hæð Grand hótels.
Við byrjum á skráningu og kaffisopa á milli kl 8:45 - 9:00 en formleg dagskrá hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 12:30.
Dagskráin er eftirfarandi:
Elín Hanna Pétursdóttir, endurskoðandi og varaformaður FLE setur ráðstefnuna.
Áslaug Árnadóttir, formaður endurskoðendaráðs segir okkur frá því sem er efst á baugi hjá endurskoðendaráði.
Margrét Pétursdóttir, endurskoðandi fræðir okkur um sjálfbærnimál á óvissutímum.
Hanna Kristín Skaftadóttir, doktorsnemi, fjallar um sjálfvirknivæðingu og gervigreind.
Jón Arnar Baldurs, endurskoðandi og formaður prófnefndar, segir okkur frá niðurstöðum löggildingarprófa.
Margret G. Flóvenz, endurskoðandi fjallar um aðrar staðfestingar.
Ráðstefnulok verða kl. 12:30 og tökum við tvo kaffihlé.
Ráðstefnustjóri er Ármann S. Gunnarsson, endurskoðandi hjá PwC.
Ráðstefnugjald er 28.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en 35.000 fyrir aðra.
Viðburðinn gefur 3,5 einingu í flokknum endurskoðun.
Sjá nánar á heimasíðu félagsins:
https://www.fle.is/is/vidburdir/vidburdir/endurskodunardagur-fle-2025