Doktorsvörn: Eva Jörgensen, 22 May | Event in Reykjavík | AllEvents

Doktorsvörn: Eva Jörgensen

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Highlights

Thu, 22 May, 2025 at 01:00 pm

Þjóðminjasafn Íslands/ National Museum of Iceland

Advertisement

Date & Location

Thu, 22 May, 2025 at 01:00 pm (GMT)

Þjóðminjasafn Íslands/ National Museum Of Iceland

Suðurgata 41, Reykjavík, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Doktorsvörn: Eva Jörgensen
Eva Jörgensen ver doktorsritgerð sína í mannfræði við Háskóla Íslands með titilinn „Fólk vill yfirleitt ekki heyra það sem ég hef að segja”: Samsett etnógrafía um réttindi og reynslu barna á Íslandi og víðar í COVID-19 heimsfaraldrinum. Vörnin fer fram í Þjóðminjasafni Íslands kl. 13:00 og er öllum opin. Andmælendur eru Dr. Kristen E. Cheney, prófessor við International Institute of Social Studies í Haag, og Dr. Anna Sarkadi, prófessor við Uppsala háskóla.

Um ritgerðina:

Í doktorsritgerðinni er fjallað um hvernig réttindi barna birtust í alþjóðlegum rannsóknum og stefnumótun á tímum COVID-19 heimsfaraldursins og hvernig börn á Íslandi tókust á við samfélagsbreytingar í kjölfar sóttvarnaaðgerða. Rannsóknin sameinar sjónarhorn heilsumannfræði og félagslækninga barna til að skilja reynslu barna bæði út frá alþjóðlegum réttindum og sérstökum menningarlegum aðstæðum.

Rannsóknin byggir á samsettri etnógrafískri nálgun með fjölbreyttri gagnaöflun og samanstendur af fjórum tímaritsgreinum: Fyrsta greinin sýnir hvernig raddir barna heyrðust sjaldan í alþjóðlegum rannsóknum í upphafi faraldursins. Önnur greinin kannar viðhorf alþjóðlegra sérfræðinga til þess hvernig tekið var tillit til barnaréttinda í neyðaraðgerðum stjórnvalda. Þriðja greinin greinir fjölbreyttar listrænar tjáningar barna á aldrinum 6-16 ára á Íslandi, þar sem fram kemur hvernig þau sýndu gerendahæfni í gegnum kímni, samfélagsábyrgð og gagnrýna hugsun. Fjórða greinin sýnir síðan hvernig unglingar á aldrinum 12-18 ára nýttu traust og sköpunarkraft til að viðhalda félagslegum tengslum þrátt fyrir samfélagstakmarkanir.

Niðurstöðurnar leiða í ljós að þótt börn hafi oft verið jaðarsett í stefnumótun um lýðheilsumál, sýndu þau fram á mikla gerendahæfni, seiglu og sköpunarkraft. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að viðurkenna börn og unglinga sem virka þátttakendur í ákvarðanatöku, sérstaklega á válegum tímum.

Leiðbeinandi doktorsritgerðarinnar er Jónína Einarsdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Í doktorsnefnd sátu einnig Dr. Ria Reis, professor emeritus við Háskólann í Amsterdam, og Dr. Shanti Raman, prófessor við Háskólann í Vestur-Sydney.

Um doktorsefnið:

Eva er fædd 27. janúar 1989 í Reykjavík. Hún lauk BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2013, MSc-prófi í heilsumannfræði frá University College London árið 2015 og MA-gráðu í fornleifafræði frá Háskólanum í Aþenu árið 2019. Eva hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands frá 2020 og við Háskólann í Reykjavík frá 2023 en hefur sinnt frekari vinnu í tengslum við alþjóðlegt rannsóknarsamstarfi ISSOP/INRICH á sviði barnaréttinda. Eva er gift Kimi Tayler og þær búa saman á Stöðvarfirði þar sem þær reka saman fyrirtækið Brauðdaga. Eva mun einnig hefja störf í rannsóknar- og samfélagsteymi Austurbrúar í ágúst.

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Nearby Hotels

Þjóðminjasafn Íslands/ National Museum of Iceland, Suðurgata 41,Reykjavík, Iceland

Just a heads up!

We have gathered all the information for you in one convenient spot, but please keep in mind that these are subject to change.We do our best to keep everything updated, but something might be out of sync. For the latest updates, always check the official event details by clicking the "Find Tickets" button.

Get updates and reminders

Host Details

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Doktorsvörn: Eva Jörgensen, 22 May | Event in Reykjavík | AllEvents
Doktorsvörn: Eva Jörgensen
Thu, 22 May, 2025 at 01:00 pm