Skátakórinn býður til aðventustundar þriðjudaginn 9. desember kl. 18:00 í skátaheimili Mosverja að Álafossvegi 18 í Mosfellsbæ.
Kórinn mun flytja jólalög í bland við annað efni sem unnið er að nú í vetur. „Þjóðlagatríóið” mun stíga á stokk og flytja nokkur lög að hætti Savannatríósins og Ríó Tríó. Tríóið er skipað þeim Örvari og Ævari Aðalsteinssonum og Guðmundi Pálssyni.
Boðið verður upp á næringu fyrir líkama og sál, tónlist, notalega samveru og svo auðvitað hið rómaða pylsugrill Skátakórsins sem engan svíkur. Tilvalið að bjóða með svöngum börnum og barnabörnum og afgreiða kvöldmatinn í leiðinni.
Miðaverð er kr. 2.500 fyrir fullorðna en frítt fyrir börn 16 ára og yngri og kvöldmaturinn er innifalinn.
Hlökkum til að sjá ykkur!
P.s. bendum á bílastæðin við handverkstæðið Ásgarður.
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No
Undo
Interested
Ticket Info
To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.