Notað verður nýtt á jólahringrásarmarkaði Norræna hússins, Landverndar og Grænfánans!
Viðburðurinn er hluti af aðventudagskrá Norræna hússins og hvatningarátaki Landverndar og Grænfánans um Nægjusaman Nóvember.
Dagskrá:
13:00-17:00 – Jólahringrásarmarkaður opinn og Textíl Barinn verður á staðnum!
14:00-17.00 – Jólapeysusmiðja með Ýrúrarí
Jólahringrásarmarkaður:
Það sem nýtist þér ekki lengur gæti vel reynst fjársjóður annars – og öfugt! Komdu t.d. með bækur, leikföng, spil og skiptu fyrir eitthvað annað. Tilvalið tækifæri til þess að finna umhverfisvænar jólagjafir sem þú getur sett undir tréð með góðri samvisku.
Við biðjum þátttakendur vinsamlegast aðeins að koma með hluti sem eru í góðu og nothæfu ástandi.
Skiptimarkaðsflokkarnir eru:
• Leikföng
• Spariföt og prjónuð föt
• Jólaskraut/jólamunir
• Bækur og spil
• Hlutir fyrir heimilið
Jólapeysu smiðja með Ýrúrarí:
Fjölskylduvæn smiðja þar sem peysur öðlast nýtt útlit í jólaþema fyrir desember.
Smiðjan byggir á skapandi fataviðgerðar smiðjum textílhönnuðarins Ýrúrarí, þar sem föt öðlast nýtt líf og útlit með mjög einföldum og aðgengilegum aðferðum.
Þátttakendur koma sjálfir með peysu, eða prjónaða flík, sem þau vilja breyta og ef einhverjar sérstaklega jólalegar hugmyndir hafa vaknað fyrir smiðju, eins og t.d að nota litlar jólaseríur eða úrelt jólaksraut heima úr geymslu, þá er um að gera að taka slíkt með!
Í smiðjunni verður í boði ýmis efniviður og verkfæri sem hægt er að vinna með í einföldum og skrautlegum textíl aðferðum sem henta algjörum byrjendum sem og lengra komnum. Einnig verður í boði efniviður og lausnir til að taka þátt í smiðjunni án þess að koma með peysu eða flík, enda ýmislegt sem hægt er að útbúa til að festa á flíkur tímabundið bara fyrir jólin.
Ætlast er til að börn yngri en 12 ára komi í fylgd fullorðins.
Textílbarinn:
Textíl Barinn er lítið sprotafyrirtæki sem er með það að markmiði að endurnýta textíl og finna leiðir til að hanna vörur og koma aftur inn í hringrásarhagkerfið. Markmið þeirra er að auka vitund um endurvinnslu og endurnýtingu á textíl og þannig stuðla að ábyrgri neyslu, skapandi lausnum og félagslegri þátttöku. Textílbarinn er með vinnustofu og litla verslun á Faxatorgi, Faxafeni 10.
Við hlökkum til að sjá ykkur og bendum einnig á að Plantan verður með sérstakan jólamatseðil og jóladrykki í boði.
Aðgengi að Elissu sal og andyri er gott, lágur þröskuldur er inn í Elissu sal. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð.
Nánar um aðgengismál má lesa með því að smella hér.
Event description in English:
https://nordichouse.is/en/event/hringrasarjol-skiptimarkadur-textil-barinn-og-smidja-med-yrurari/
You may also like the following events from Norræna húsið The Nordic House: