Árni Már Þ. Viðarsson opnar sýninguna, Málverk & prómill, á Vínstúkunni Tíu Sopum, laugardaginn 29. nóvember kl. 17. Sýningin stendur yfir frá 29. nóvember til 17. janúar og er opið á opnunartímum Vínstúkunnar. Þar verða sýnd ný verk, sem unnin hafa verið síðasta árið.
Berndsen mun spila ljúfa tóna ofan í gesti og sér Vínstúkan um að enginn verði þyrstur.
Öll verkin á sýningunni eru áfeng.
- - -
Málverk Árna Más (f. 1984) bera með sér óræða hreyfingu og einkennast af afmörkuðum litastrendingum sem blandast við samfléttaðar formgerðir, sem eiga tilurð sína í spunatengdum innsæisteikningum. Verk hans byggja oft á persónulegum reynsluheimi, og endurspegla hæglát augnablik í náttúru og þróun innri vegferðar.
Uppruna verka hans má rekja til graff-menningar tíunda áratugarins og hip-hop tónlistar, þar sem hann færðist frá einum stað til annars og meitlaði tjáningu sína í borgarlandslagið. Ekki ósvipað hip-hop tónlistinni sem veitti honum innblástur, (sem blandaði saman eiginleikum blús, jazz og fönktónlistar), þá bar val hans á upprunamiðli merki hreyfanleika og aukinnar valdeflingar. Líkt og örvar teljast megintákn graffmenningar, oft í bland við texta, þá teljast stefnubendingar sem eitt af grunnhöfundareinkennum Árna Más allt frá byrjun og til dagsins í dag. Líkamleg framkvæmd verkanna er oftar en ekki bersýnileg, en hann er listamaður margra miðla. Þrátt fyrir að hafa lagt stund á ljósmyndanám, þá varð hann snemma innviklaður í prentmiðilinn (þar sem hann blandar oft mismunandi aðferðum saman), en frjálslynd aðferðafræðin hefur löngum orðið leiðarstef í gegnum feril hans og aðra miðla, svo sem málverk og skúlptúr.
Árni Már er einn af stofnendum Gallery Ports á Laugavegi, sem hefur frá árinu 2016 fest sig í sessi innan íslenskrar listasenu með tilstilli framsækinna sýninga og var fyrir skemmstu kosið sem besta gallerí Reykjavíkur, þriðja árið í röð af tímaritinu Grapevine. Hann er þar að auki stofnandi listaframtaksins Festisvalls, sem hefur staðið fyrir ótalmörgum listviðburðum, prentstofum, tónleikum og listasýningum vítt og breitt um heiminn.
- - -
Fyrir áhugasama verður hægt að sækja keypt verk fyrir jól.
Also check out other Festivals in Reykjavík, Music events in Reykjavík, Entertainment events in Reykjavík.