Þann 17.ágúst verður dásamleg dagskrá hjá okkur í Bøler kirkju.
Dagskráin byrjar á fjölskyldutónleikum með Stundaróm. Eftir tónleikana verður opin æfing hjá barnakórnum Litla Laffí, föndur og tónlistarsmiðja og heitur grautur fyrir alla.
Kammerhópurinn Stundarómur heldur tónleikana ,,Tröllkonan og töfraeyjan” í Bøler kirkjunni þann 17. ágúst 2025. Hópurinn samanstendur af Ólínu Ákadóttur (píanó), Hafrúnu Birnu Björnsdóttur (víóla), Steinunni Maríu Þormar (selló og söngur), Daniel Haugen (euphonium og tónskáld) og Ester Aasland (klarinett og tónskáld).
Tónleikarnir byggja á frumsamdri sögu sem leggur áherslu á samvinnu og náttúruvernd og er byggð á þjóðsögum frá Íslandi og Noregi. Frumsamin tónlist og útsetningar með þjóðlagaívafi munu hljóma ásamt sígildum verkum eftir norræn tónskáld.
Tónleikarnir eru tónleikasaga þar sem börnin fá að syngja með, hreyfa sig, svara spurningum og vera virkir þátttakendur.
Tónleikarnir henta best börnum á aldrinum þriggja til sex ára.
Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Stundaróms sem fer fram í Reykjavík, Suðurnesjum, Osló og Skien og eru styrktir af Íslenska menningar- og viðskiptaráðuneytinu og Kulturdirektoratet.
You may also like the following events from Íslenska kirkjan í Noregi: