Björk Bjarnadóttir umhverfis-þjóðfræðingur og sagnaþula mun skyggnast með gestum sagnastundarinnar inn í litla þriggja bursta torfbæinn á Smyrlabergi á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu árið 1919, þar sem tólf manna fjölskylda býr. Börnin eru tíu, öll miklir vinir. Á bænum eru einnig kindur, kýr og hestar.
Við fáum að fræðast um lífið í torfbænum litla og sérstök áhersla verður lögð á jólin hjá þessari stóru en fátæku fjölskyldu. Eitt af systkinunum tíu var afi Bjarkar, Páll Stefánsson (1912-1982), og hún ólst upp við að heyra afar merkilegar sögur af lífinu í torfbænum sem hún mun deila með gestum sagnastundarinnar. Sagnastundin er einnig byggð upp á þremur viðtölum sem Björk tók við afa systur sína, Helgu Stefánsdóttur (1910-2008) árið 1996, þar sem Björk skráði niður hjá henni frásagnir af daglegu lífi á Smyrlabergi.
Þegar mánuður er til jóla og flest okkar komin með nóg á dagskrána, þá er gott að staldra við og koma á Bókasafn Garðabæjar og hlýða á hvernig jólagjöfin: spil og einn kertapakki með uppsnúnum kertum gaf mikla jólagleði í hjörtu og huga tíu barna.
Þessi fyrirlestur er hluti af Löngum fimmtudögum í nóvember.
Dagskrá:
6. nóvember kl. 19 Úgáfuhóf hjá Garðabæjarskáldinu Bjarna M. Bjarnasyni vegna nýútkominar bókar sinnar Andlit: skáldævisaga.
13. nóvember kl. 19:30 Jólabókaspjall bókasafnsins. Rithöfundar ársins eru þau Sigríður Hagalín, Lilja Sigurðardóttir og Hrannar Bragi Friðriksson. Brynhildur Björnsdóttir stýrir spjallinu á sinn einstaka hátt.
20. nóvember kl. 19 Málað og masað - skráning nauðsynleg
27. nóvember kl. 19 „Spil og einn kertapakki“ - Jólin árið 1919 í þriggja bursta torfbæ
Björk Bjarnadóttir umhverfis-þjóðfræðingur og sagnaþula mun skyggnast með gestum sagnastundarinnar inn í litla þriggja bursta torfbæinn á Smyrlabergi á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu árið 1919
You may also like the following events from Bókasafn Garðabæjar: