Laugardaginn 6. september nk. munu vera haldnar deildarsýningar fyrir Siberian Husky og Íslenska fjárhundinn í Guðmundarlundi. Dómarinn sýningar er Guido Schäfer frá Þýskalandi, en hann er með dómararéttindi á allar hundategundir. Guido hefur ræktað Siberian Husky undir ræktunarnafninu "Hightower's" síðan 1995.
Guðmundarlundur er fjölskylduvænn staður með aðgangi að klósettum, leiktækjum, og nóg af bílastæðum. Við biðlum til eiganda og sýnenda allra hunda að virða það að ganga vel um svæðið, nota tunnurnar okkar til að henda skítapokum.
Skráning á sýningarnar fara fram á www.hundavefur.is og verður boðið uppá alla almenna flokka eins og venjulega.
ATH! Þar sem dómarinn getur aðeins dæmt x marga hunda á dag, þá er takmörkuð skráning. Verður því skráning fram til kl. 13 þann 22. ágúst, eða þar til hámark næst.
Siberian Husky deildin verður einnig með unga sýnendur og verður gefið út skjal bráðlega með hundum sem hægt er að fá lánaða í unga. Dómari ungra sýnenda er Ásta María Karlsdóttir.
Frekari tímasetningar og dagskrá verða gefnar út þegar skráning klárast.
Frekari upplýsingar má finna á síðum deildanna:
- www.dif.is
- www.huskydeild.wordpress.com