Árleg aðventuhátíð fer fram á Garðatorgi þar sem jólasveinar verða á vappi, skapandi smiðja fer fram í Hönnunarsafni Íslands, Pop-up markaður á göngugötunni, jólaleikrit á Bókasafninu, jólaball á Garðatorgi 7 en Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar tekur syrpu af jólalögum við jólatréð í lok hátíðar.
Dagskrá Aðventuhátíðar:
*Pop-up markaður á göngugötunni
kl. 11-16
Spennandi vörur sem gætu verið tilvaldar í jólapakkana!
Jólasveinar og andlitsmálning.
*Hönnunarmarkaður í Hönnunarsafninu.
kl. 12-17
Framúrskarandi íslenskir hönnuðir sýna og selja vörur sínar en þau hafa öll dvalið í vinnustofu safnsins undanfarin ár.
*Jólastimpil-smiðja í Hönnunarsafninu
Kl. 13-15
Gerum stimpil sem hægt er að nota til að útbúa jólakort eða merkimiða. Una María Magnúsdóttir grafískur hönnuður leiðir smiðjuna.
*Origami jólaskraut-smiðja á Bókasafni Garðabæjar.
Kl. 13-15
Auður Helgadóttir hönnuður leiðir smiðjuna og úr verður fallegt skraut á jólatréð.
*Jólaball á Garðatorgi 7
Kl. 14:10 – 14:50
Barnakór Vídalínskirkju syngur og jólasveinar leiða söng og dans í kringum jólatréð.
*Birgitta Haukdal og Ljónsi á Bókasafni Garðabæjar
Kl. 15
Birgitta Haukdal les nýju Láru og Ljónsa bók fyrir börnin og Ljónsi úr leikhúsinu kemur syngjandi í heimsókn með skemmtilegar gjafir handa börnunum.
*Blásarasveitin við jólatréð
kl. 15:30
Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leikur jólasyrpu sem kemur öllum í jólaskap!
Gleðilega aðventu, fögnum saman á Garðatorgi.
Allir viðburðir eru ókeypis.
Every year families are welcomed to celebrate beginning of Advent together. Fun for everyone at Garðatorg, Museum of Design and the Library.
You may also like the following events from Garðabær: