Una Björg Magnúsdóttir: Fylling – listamannsspjall, 7 December | Event in Hafnarfjörður | AllEvents

Una Björg Magnúsdóttir: Fylling – listamannsspjall

Hafnarborg

Highlights

Sun, 07 Dec, 2025 at 02:00 pm

1 hour

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Advertisement

Date & Location

Sun, 07 Dec, 2025 at 02:00 pm to 03:00 pm (GMT)

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Strandgata 34, 220 Hafnarfjarðarkaupstaður, Ísland, Hafnarfjörður, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Una Björg Magnúsdóttir: Fylling – listamannsspjall
Sunnudaginn 7. desember kl. 14 mun Una Björg Magnúsdóttir, myndlistarmaður, taka á móti gestum og fjalla um einkasýningu sína, Fyllingu, ásamt Þórdísi Jóhannesdóttur, sýningarstjóra. Þá kannar sýningin hvernig verk enduróma í gegnum efni og tíma, með því að varpa ljósi á samspil efnis, yfirborðs og rýmis.

Í aðalsal Hafnarborgar stikar Una Björg nýtt rými innan sjálfs sýningarsalarins sem stendur utan um reisulegt hús frá 1921, sem áður hýsti heimili og apótek. Aðalsalurinn ber þess skýr merki þar sem bogadregin framhlið eldra hússins er áberandi kennileiti salarins. Eitt af aðalverkum sýningarinnar leikur sama leik – lágreist skilrúm teygir sig um rýmið, mótar sig eftir salnum en stikar þó nýtt rými innan þess – tómarými, nýtt svið, mögulegan leikvang. Önnur verk eru unnin sérstaklega fyrir sýninguna, skúlptúrar, myndverk og pappírsverk, sem búa til fínlega frásögn sem reiðir sig á eiginleika rýmisins, efni þess og birtu, möguleika og takmarkanir. Þá tvinna þau saman tímalínur byggingarinnar, sögulegar og skáldaðar, og velta upp tengslum fyrirmynda og eftirmynda.

Una Björg Magnúsdóttir (f. 1990) beitir ýmsum aðferðum í verkum sínum til að velta upp spurningum um fegurð, gildi, tilvist og hegðun. Hún notar áferð og gildishlaðin efni á slunginn en sparlegan hátt, þar sem nákvæmar uppstillingar og fábrotnir munir skapa ákveðið sýndaryfirborð sem hreyfir við hefðbundnum hugmyndum um merkingu og skynjun. Una Björg nam við Listaháskóla Íslands og ÉCAL í Sviss þaðan sem hún útskrifaðist árið 2018. Hún býr og starfar í Reykjavík og hefur sýnt víða, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni ASÍ, Gerðarsafni og Künstlerhaus Bethanien í Berlín. Hún var tilnefnd sem Myndlistarmaður ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum 2025 og hlaut Guðmunduverðlaunin árið 2024.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.

---

Una Björg Magnúsdóttir: Fill & spill – Artist Talk

Sunday December 7th at 2 p.m., artist Una Björg Magnúsdóttir will welcome visitors and discuss her solo exhibition Fill & spill, alongside curator Þórdís Jóhannesdóttir. The exhibition explores how artworks resonate across material and time, highlighting the dynamic interplay between substance, surface and space.

In Hafnarborg’s main gallery, Una Björg carves out a new space, drawing on the architecture of the gallery itself, which is built around a stately house from 1921 that originally served as both a residence and pharmacy. Traces of this history remain visible, most notably in the curved outer wall of the original building, which remains a distinctive feature of the space. One of the exhibition’s central works plays on this architectural dialogue – a low partition stretches across the room, tracing its contours while defining a new interior within it – a void, a stage, a potential arena. Other works, including sculptures, images and works on paper created especially for the exhibition, form a subtle narrative that draws on the space’s inherent qualities, its materiality and light, its possibilities and limitations. The works weave together the building’s historical and imagined timelines, exploring relationships between originals and copies, doubles and reflections.

Una Björg Magnúsdóttir (b. 1990) employs diverse methods in her work to pose questions about beauty, value, existence and behaviour. She uses texture and value-laden materials with subtlety and restraint, where precise arrangements of simple objects create a surface of illusion that challenges conventional notions of meaning and perception. Una Björg studied fine art at the Iceland University of the Arts and completed postgraduate studies at ÉCAL in Switzerland, graduating in 2018. She lives and works in Reykjavík, and her works have been shown at the Reykjavík Art Museum, ASÍ Art Museum, Gerðarsafn, Y Gallery, Ásmundarsalur, KEIV in Athens and Künstlerhaus Bethanien in Berlin. She was nominated as Artist of the Year at the Icelandic Art Prize 2025 and received the Guðmunda Award in 2024.

Free entry – everyone welcome.


You may also like the following events from Hafnarborg:

Also check out other Arts events in Hafnarfjörður, Exhibitions in Hafnarfjörður, Fine Arts events in Hafnarfjörður.

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Event Tags

Nearby Hotels

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður, Iceland, Strandgata 34, 220 Hafnarfjarðarkaupstaður, Ísland, Hafnarfjörður, Iceland
Get updates and reminders
Ask AI if this event suits you

Host Details

Hafnarborg

Hafnarborg

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Una Björg Magnúsdóttir: Fylling – listamannsspjall, 7 December | Event in Hafnarfjörður | AllEvents
Una Björg Magnúsdóttir: Fylling – listamannsspjall
Sun, 07 Dec, 2025 at 02:00 pm