Laugardaginn 29. nóvember kl. 13 mun Eggert Pétursson, myndlistarmaður, taka á móti gestum og segja frá verkum sínum á nýopnaðri sýningu hans, Roða, ásamt Aldísi Arnardóttur, sýningarstjóra og forstöðumanni Hafnarborgar. Á sýningunni má sjá bæði ný málverk og grafíkverk eftir listamanninn, sem hefur um árabil vakið athygli fyrir einstakan og ástríðufullan áhuga á íslenskri náttúru og þá sérstaklega flóru landsins.
Í Sverrissal Hafnarborgar sýnir Eggert málverk sem hann hefur unnið sérstaklega fyrir sýninguna en þar heldur hann áfram rannsókn sinni á íslenskri náttúru og beinir nú sjónum sínum upp á við – að fjallagróðri og opnum himni. Smæstu jurtir verða að stórbrotnu landslagi þar sem gróður og yfirborð jarðar breytast í fínstillta myndbyggingu sem endurspeglar tíma, birtu og breytileika. Einnig er sýnd sería nýrra grafíkverka, unnin í tengslum við væntanlega þýðingu á Paradís úr Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante, þar sem andlegur og táknrænn heimur kallast á við jarðbundna sýn listamannsins.
Eggert Pétursson (f. 1956) býr og starfar í Reykjavík. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Jan van Eyck Academie í Maastricht. Verk hans hafa meðal annars verið sýnd í Nýlistasafninu, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Nordatlantensbrygge í Kaupmannahöfn og Pori Art Museum í Finnlandi. Jafnframt má nefna að Eggert hlaut önnur verðlaun Carnegie Art Award 2006 (Osló, Stokkhólmur, Helsinki, Reykjavík, Kaupmannahöfn og Nice). Þá myndskreytti Eggert vinsæla útgáfu af Íslenskri flóru eftir Ágúst H. Bjarnason sem kom fyrst út árið 1983. Eggert starfar með i8 gallerí í Reykjavík þar sem hann hefur oftsinnis sýnt. Ýmsar bækur tileinkaðar verkum hans hafa einnig verið gefnar út.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.
---
Eggert Pétursson: Redden – Artist Talk
Saturday November 29th at 1 p.m., artist Eggert Pétursson, will welcome visitors and discuss his work at his newly opened exhibition Redden, alongside Aldís Arnardóttir, curator and director of Hafnarborg. The exhibition features both new paintings and prints by the artist, who has long been recognised for his singular and passionate engagement with Icelandic nature, particularly the country’s flora.
In the lower gallery of Hafnarborg, Eggert presents new works, including paintings made especially for this exhibition, continuing his exploration of Icelandic nature – this time turning his gaze slightly upward, toward the mountain slopes and open sky. The smallest plants become part of a vast landscape, where vegetation and the surface of the earth are transformed into finely tuned compositions that reflect time, light, and the shifting character of the land. The exhibition also includes a series of new prints made in connection with a forthcoming Icelandic translation of Paradise from Dante’s The Divine Comedy, where the spiritual and symbolic world resonates with the artist’s grounded vision.
Eggert Pétursson (b. 1956) lives and works in Reykjavík. He studied at the Icelandic College of Art and Crafts and the Jan van Eyck Academie in Maastricht. His works have been exhibited at The Living Art Museum, Reykjavík Art Museum, Hafnarborg, Nordatlantens Brygge in Copenhagen and Pori Art Museum in Finland. In 2006, he received second prize in the Carnegie Art Award (Oslo, Stockholm, Helsinki, Reykjavík, Copenhagen and Nice). He also illustrated the popular edition of Icelandic Flora by Ágúst H. Bjarnason, first published in 1983. Eggert is represented by i8 Gallery in Reykjavík, where he has exhibited frequently, and several books have been dedicated to his work.
Free entry – everyone welcome.
You may also like the following events from Hafnarborg:
Also check out other
Arts events in Hafnarfjörður,
Exhibitions in Hafnarfjörður,
Fine Arts events in Hafnarfjörður.