Verið hjartanlega velkomin í sumarmessu litlu fjölskyldukirkjunnar sem að þessi sinni verður í Garðakirkju. Sumarmessur í Garðakirkju er samstarfsverkefni kirknanna á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði.
Það verður gott og nærandi að koma saman og eiga fallega samverustund umvafin fallegum orðum og fallegri og skemmtilegri tónlist❤️
Prestarnir okkar þær sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir og sr. Inga Harðardóttir leiða stundina. Í ágúst hefur Inga okkar störf í litlu fjölskyldukirkjunni en hún starfaði áður fyrir íslenska söfnuðinn í Noregi. Inga þekkir vel til hjá okkur og við til hennar en hún starfaði með Ernu og Erni í krílasálmunum og kom á sínum tíma inn í fermingarstarfið.
Það verður yndislegt að taka á móti Ingu og ykkur öllum þegar allt er í blóma og dagarnir bjartir. Við förum bjartsýn inn í veturinn með kærleikann og gleðina í hjarta❤️
Fríkirkjukórinn og Fríkirkjubandið mæta sólbrún og sæl og umvefja okkur tónlist undir stjórn Arnar Arnarsonar, tónlistarstjóra.
Eftir messuna verður boðið upp á kaffi og meðlæti að Króki þar sem hljómsveitin Kettirnir flytur tónlist fyrir okkur kirkjugesti😻
Kettirnir koma saman þegar þeim hentar og gera það sem þeim sýnist😹
Kettirnir eru þau Sturla Mar Jónsson, Vigdís Jónsdóttir og Örn Arnarson😻
Þið eruð öll hjartanlega velkomin og við getum ekki beðið eftir því að sjá ykkur❤️
Also check out other Business events in Hafnarfjörður.