Næsta menningar- og heilsuganga sumarsins er á miðvikudaginn 20.ágúst kl.20 👌🤗
Komdu út að ganga í heilsubænum Hafnarfirði 🚶♀️🚶♂️
Við rifjum upp sögu Hafnarfjarðar í Síðari heimsstyrjöldinni með göngu um svæði sem tengdust hernámi, herstöðvum og herbröggum. Jónatan Garðarsson leiðir gönguna með frásögnum af áhrifum hersins á daglegt líf í bænum – frá Milnsbridge kampi að hafnarsvæðinu ⏳️🛳
📍 Gengið frá: Hafnarfjarðarkirkju
⚓ Söguleg ganga um umbrotatíma í íslenskri og bæjarlegri sögu
Í sumar býður Hafnarfjarðarbær upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin🚶🚶♀️