Finnum jafnvægi – Stuðningsnámskeið (morgun og kvöldnámskeið)
Námskeið fyrir einstaklinga sem hafa upplifað áföll eða missi og vilja vinna með langvarandi áhrif þeirra í öruggu og uppbyggilegu umhverfi.
6 skipti
Morgunnámskeið 9:00 - 12:00
30. september, 7. október, 14. október, 21. október, 4. nóvember, 11. nóvember.
Kvöldnámskeið 18:00 - 21:00
6. október, 13. október, 20. október, 30. október, 3. nóvember, 10. nóvember.
Fjöldi 10 –14 þátttakendur í lokuðum hópi
Leiðbeinendur
Námskeiðið er samstarfsverkefni Vinsemdar og NIASO þar sem þær Ína og Nína taka höndum saman. Þær eru fagaðilar með áralanga reynslu af sorgar- og áfallavinnu, bæði faglega og persónulega. Samhliða starfi sínu eru þær í námi í listmeðferð sem veitir þeim fleiri skapandi leiðir til úrvinnslu. Nálgun þeirra einkennist af hlýju, nærgætni og öryggi.
Nánari upplýsingar og skráning á www.vinsemd.is eða www.niaso.is