Passið að lesa reglurnar og hafa allt á hreinu svo þið fáið að keyra.
Æfingin verður á föstudaginn og hefst kl 19:00 og er búin klukkan 23:00ish
**FRÍTT FYRIR ÁHORFENDUR**
ATH. Pitturinn er EKKI bílastæði!
Eingöngu fyrir bíla sem eru að keyra á æfingu og service bíla fyrir þá!
Allir sem ætla keyra koma inní pitt til að borga æfingar gjöld/klippa á klippikort.
Hægt er að kaupa félagsskírteini AÍH og DDA fyrir 2025 í vefverslun AÍH:
https://aihsport.is/shop/
Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum og verður posi á svæðinu.
Hvað kostar að keyra?
0,- kr Félagsaðild 17 ára og yngri (Unglingaflokkur).
5.000,-kr Félagsaðild fyrir alla aðra
4.000,-kr fyrir staka æfingu ef þú ert með félagsaðild
7.500,-kr fyrir staka æfingu aðra en félaga AÍH
30.000,-kr fyrir 10 skipta klippikort á æfingar (3.000,-kr per æfing)
Þau skilyrði sem bíll og ökumaður þurfa að uppfylla:
• Bíll með fulla skoðun.
• Gilt ökuskírteini.
• Tryggingaviðauki, útprentaður eða á email sem hægt að er að sýna á staðnum.
• Löglegur hjálmur. ATH. motocross hjálmar eru EKKI leyfðir! ECE, CE eða FIA vottun nauðsynleg
Ef þú ert með körfustól er skylda að vera með 5 punkta belti og hans búnað!
Séu þessir hlutir ekki í lagi fær viðkomandi ekki heimild til að keyra!
REGLUR UM UNGLINGAFLOKK MÁ SJÁ Í FÆRSLU INNÁ EVENTINU.
Nokkur atriði sem við viljum brýna fyrir ökumönnum og gestum:
Öll meðferð áfengis og tóbaks STRANGLEGA bönnuð á svæðinu og verður mjög hart tekið á þessum hlutum.
Öllu rusli skal hent í þar til gerðar ruslatunnur.
Viljum biðja fólk að leggja bílum sínum ekki inni í pitt, pitturinn er eingöngu fyrir þá bíla sem eru að keyra á æfingunni og þjónustubíla fyrir þá.
Verið velkomin og ekki hika að spyrja okkur spurningar varðandi æfinguna.