Bandvefslosun, teygjur og slökun
Á þessum 4 skipta námskeiði verður farið í að kenna bandvefslosun með nuddboltum og teygjur. Um er að ræða
rólega tíma þar sem markmið hvers tíma er að auka hreyfifærni, liðleika, minnka vöðvaspennu, draga úr streitu, flýta fyrir endurheimt, róa taugakerfið og auka vellíðan.
Námskeiðið hentar öllum, allt frá byrjendum og til affreksfólk í íþróttum.
Í lok hvers tíma er ljúf slökun þar sem boðið er upp á tónheilun með kristalskál og gong ómi.
Bandvefur er stoðvefur sem hefur þann tilgang að tengja saman mismunandi vefi og vera milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar verður vefurinn þurr sem getur haft áhrif á hreyfigetu.
Bakverkir, höfuðverkir og skert hreyfigeta eru algengar afleiðingar af of stífum bandvef.
Sem dæmi þá getur stífni í herðablaði leitt upp í höfuð og stífni í mjöðm og læri getur haft mikil áhrif á bakið.
Kennari
Bjarney Kristrún Haraldsdóttir
Tímarnir hefjast 2/9 og verða á þriðjudögum kl. 18:45 / 4 skipti
Verð 19.200 kr
You may also like the following events from Yogahúsið Lífsgæðasetur St.jó: