Sigurður Ámundason; ÚTHVERFAVIRKI sýningaropnanir á Breiðdalsvík, Eskifirði og í Neskaupstað, 4 October

Sigurður Ámundason; ÚTHVERFAVIRKI sýningaropnanir á Breiðdalsvík, Eskifirði og í Neskaupstað

Listasafn ASÍ

Highlights

Sat, 04 Oct, 2025 at 02:00 pm

4 hours

Múlinn samvinnuhús

Advertisement

Date & Location

Sat, 04 Oct, 2025 at 02:00 pm to 06:00 pm (GMT)

Múlinn samvinnuhús

Bakkavegur 5, 740 Fjarðabyggð, Ísland, Egilsstadir, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Sigurður Ámundason; ÚTHVERFAVIRKI sýningaropnanir á Breiðdalsvík, Eskifirði og í Neskaupstað
Sigurður Ámundason:
ÚTHVERFAVIRKI
SUBURBAN FORTRESS
4. – 26. OKTÓBER 2025

Frí rútuferð frá Egilsstaðaflugvelli kl. 13 á opnunardaginn
14:00 Brugghúsið Beljandi Breiðdalsvík
15:30 Eskifjarðarkirkja
16:30 Múlinn í Neskaupstað
(rútan fer aftur til Egilsstaða frá Neskaupstað kl. 18:00)

Opnunartímar:
Múlinn í Neskaupstað – alla virka daga kl. 9-16
Eskifjarðarkirkja – miðvikudaga – föstudaga kl. 16-18
Beljandi á Breiðdalsvík – á auglýstum opnunartíma og
samkvæmt samkomulagi

Tilboð á gistingu í Neskaupstað í tengslum við opnunarhátíð sýningarinnar og sameiginlegan kvöldverð á opnunardaginn: Upplýsingar: aW5mbyB8IGxpc3Rhc2FmbmFzaSAhIGlz
……………………..

Sigurður Ámundason er fimmti listamaðurinn sem velst til þátttöku í sýningaröð Listasafns ASÍ þar sem skipulagðar eru einkasýningar valinna listamanna á tveimur stöðum á landinu.
Listasafn ASÍ býr við ágætan húsakost en er um þessar mundir starfrækt án þess að hafa yfir eigin sýningarsal að ráða. Á meðan þetta tímabundna ástand varir hefur safnið átt gjöfult og gott samstarf við stofnanir, samtök og einstaklinga víðsvegar um landið og skipulagt með þeim sýningar á bæði eldri og nýrri verkum.

Staðirnir sem urðu fyrir valinu fyrir sýningar Sigurðar Ámundasonar eru Neskaupstaður, Eskifjörður og Breiðdalsvík á Austfjörðum og Seltjarnarnes á höfuðborgarsvæðinu. Við val á sýningarstöðum nýtur listamaðurinn og safnið dyggrar aðstoðar frá ýmsum aðilum þ.á.m. aðildarfélögum ASÍ á viðkomandi svæði, sveitarfélögum, menningarmiðstöðvum og fyrirtækjum.

Sigurður er fæddur 1986 og lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2012. Meðal nýlegra verkefna og sýninga má nefna Rómantísk gamanmynd, leikrit unnið í samstarfi við Jóhann Kristófer Stefánsson og Tatjönu Dís Aldísar Razoumeenko (2025). After The Sun: Forecasts From the North í Buffalo AKG Art Museum (2024). Hvað er hvað var hvað verður - Ars Longa, Djúpavogi (2023), Billboard (450 led auglýsingaskjáir á höfuðborgarsvæði – Rétthermi (2023), Hið ósagða, leikrit (handritshöfundur, leikstjóri, leikari) (2022), What´s Up Ave Maria? Í Hafnarborg (2022), og Raw Power – Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsi (2021).

Sigurður er áræðinn við að prófa sig áfram með mismunandi listform. Hann hefur unnið jafnt og þétt að því að þróa sitt eigið myndmál að mestu óháð ríkjandi straumum og stefnum. Efnisnotkunin er nokkuð óvenjuleg og hann fer óhræddur út í almenningsrýmið og fangar þar athygli með einstöku myndmáli.

Samhliða sýningunum eru haldin myndlistarnámskeið fyrir leik- og grunnskólabörn þar sem unnið er m.a. með elstu verkin í safneigninni og gerðar stuttmyndir fyrir heimasíðu safnsins.

Sýningarstjóri sýningar Sigurðar Ámundasonar ÚTHVERFAVIRKI Elísabet Gunnarsdóttir.

Sýning Sigurðar Ámundasonar á Seltjarnarnesi verðUR opnuð helgina 8.-9. nóvember.

…………………………

Sýningarstaðir á Austurlandi:

Nýja kirkju- og menningarmiðstöðin á Eskifirði var vígð 24. september 2000. Arkitekt byggingarinner er Gylfi Guðjónsson. Húsið er um 860m2 að gólffleti og býður upp á margs konar möguleika fyrir tónleikahald og annað menningastarf. Kirkjusalurinn rúmar um 240 gesti og með því að opna bæði fram í forstofu og inn í safnaðarsal skapast rými fyrir 120 gesti til viðbótar.

Handverksbrugghúsið Beljandi á Breiðdalsvík hefur verið starfrækt í tæp tíu ár og býður alla jafna upp á 4-5 tegundir af bjór. Hann er að mestu seldur á staðnum en einnig á völdum stöðum víða um land. Húsið var áður notað sem sláturhús fyrir sauðfé en er nú vinsæll viðkomustaður og opinn lungað úr árinu.

Múlinn samvinnuhús er í eigu Samvinnufélags útgerðarmanna Neskaupstað (SÚN). Hugmyndafræði hússins, sem áður var kaupfélag, er sú að fyrirtæki og stofnanir deili sömu kaffistofu og fundaherbergjum svo samstarf, samvinna og samskipti allra í húsinu séu tryggð frá upphafi. Vegna mikillar eftirspurnar eftir klasa-húsnæði sem þessu hefur húsið verið stækkað og ný viðbygging tekin í notkun fyrr á þessu ári. Hönnuðir hússins eru Grafít hönnunarstúdíó. SÚN fær á hverju ári myndarlegan arð af hlutabréfum sínum í Síldarvinnslunni og eru þeir fjármunir allir nýttir í samfélagsverkefni í Neskaupstað.

Sýningarstaðir á Seltjarnarnesi:

Viti var fyrst byggður í Gróttu árið 1897 að fyrirsögn starfsmanna dönsku vitastofnunarinnar. Núverndi viti var reistur árið 1947, sívalur kónískur turn úr steinsteypu með ensku ljóshúsi, 24 m að hæð, hannaður af Axel Sveinssyni verkfræðingi. Vitavörður var búsettur í Gróttu frá 1897 til 1970 þegar síðasti ábúandinn, Jón Albert Þorvarðarson vitavörður, drukknaði í róðri. Vitavarðarhúsin eru í eigu Seltjarnarnesbæjar. Íbúðarhúsið var upphaflega byggt 1904 en var gert upp um síðustu aldamót.
………………………

MENNINGARSTOFA FJARÐARBYGGÐAR var stofnuð árið 2017 og eflir menningarlíf sveitarfélagsins með því að styðja listamenn, menningarfrumkvæði og aðgengi samfélagsins að listum. Lykilverkefni er listamannadvalarstaðurinn Þórsmörk, sem er staðsettur í sögufræga húsinu Þórsmörk, og þjónar sem fjölþætt rými með verkstæðisaðstöðu, galleríi, skrifstofum starfsmanna og listamannaíbúðum. Meðal annarra lykilverkefna eru ungmennaáætlunin Skapandi Sumarstörf, menningarstyrkir, Listatvíæringurinn Innsævi og samstarfshátíðin fyrir börn, BRAS. Að auki hefur Menningarstofa Fjarðabyggðar umsjón með fjórum söfnum sem eru staðsett innan sveitarfélagsins.

……………………..

LISTASAFN ASÍ var stofnað árið 1961. Iðnrekandinn og bókaútgefandinn Ragnar Jónsson í Smára lagði grundvöllinn að listasafninu með því að gefa Alþýðusambandi Íslands málverkasafn sitt – um 147 myndir – eftir marga af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar. Ósk Ragnars var sú að stofnað yrði listasafn sem kæmi listinni á framfæri við vinnandi fólk í landinu. Listasafn ASÍ hefur alla tíð starfað með þessi fræðslusjónarmið frumkvöðulsins að leiðarljósi og hefur m.a. sérhæft sig í myndlistarsýningum sem settar eru upp á vinnustöðum og stofnunum víða um land. Verkefni safnsins hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina og safneignin hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun þess fyrir tæpum sextíu árum og geymir nú um 4400 verk.

Listasafn ASÍ
www.listasafnasi.is
aW5mbyB8IGxpc3Rhc2FmbmFzaSAhIGlz
+354 868 1845




Also check out other Arts events in Egilsstadir.

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Nearby Hotels

Múlinn samvinnuhús, Bakkavegur 5, 740 Fjarðabyggð, Ísland, Egilsstadir, Iceland
Get updates and reminders

Host Details

Listasafn ASÍ

Listasafn ASÍ

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Sigurður Ámundason; ÚTHVERFAVIRKI sýningaropnanir á Breiðdalsvík, Eskifirði og í Neskaupstað, 4 October
Sigurður Ámundason; ÚTHVERFAVIRKI sýningaropnanir á Breiðdalsvík, Eskifirði og í Neskaupstað
Sat, 04 Oct, 2025 at 02:00 pm