Námskeið er fyrir þá sem vilja læra meira um af hverju Qigong æfingar og hugleiðslu hafa svo góð áhrif á andlega og líkamlega heilsu.
Til viðbótar er sérstök áhersla á magnaðar heilunaræfingar sem geta hjálpað okkur að vinna úr erfiðum tilfinningum eins og sorg, depurð, reiði, kvíða og áhyggjum. Æfingarnar stuðla að meiri lífsorku, gleði og við eflum jákvæða lífsafstöðu.
Hér er líka tækifæri fyrir þá sem vilja byrja að leiða nokkrar æfingar, t.d. í vinnunni.
Umsögn - Edda Björgvinsdóttir leikkona: Ég er með brosandi hjarta og uppfull af gleði eftir dásamlegt Qigong námskeið hjá Þorvaldi Inga. Ég hef bætt við fjölmörgum verkfærum í verkfæratöskuna mína til að stuðla að auknu heilbrigði, liðleika og meira orkuflæði.
Takk innilega fyrir mig. (janúar 2025)
Qi (Chi) er lífsorkan. Í 5.000 ár hafa Kínverjar stundað Qigong til heilsueflingar og til lækninga.
Áhrif Qigong lífsmátans og æfinganna er m.a.:
* Tökum meiri ábyrgð á eigin lífi og líðan
* Styrkja líkamlegt og andlegt heilbrigði
* Jákvæðari tilfinningar – í eigin garð og annarra
* Minnka líkur á kulnun, kvíða og þunglyndi
* Meiri orka - tilbúin til að gera það sem okkur langar til
* Getum gefið meira af okkur - viljum að allir njóti sín sem best
* Betra og meira jafnvægi í samskiptum
* Sterkara ónæmiskerfi – minni lýkur á alvarlegum sjúkdómum
* Seinkar öldrun - njótum lífsins betur og lengur
Allir sem hafa sótt Qiong námskeið eru hjartanlega velkomin.
Staðsetning í sal: Fagrilundur Kópavogi, við hliðina á Snælandsskóla.
Með námskeiðinu fylgir stuðningur á netinu í 90 daga.
Te, kaffi og léttar veitingar fylgja yfir daginn.
Skráning og nánari upplýsingar veitir Þorvaldur, netfang
dGhvciAhIGluZ2kgISBqb25zc29uIHwgZ21haWwgISBjb20=
Verð: 15.900 kr. (gr. innborgun 10.000.á reikning 525-26-870 kt. 660393-3159 Þor)
Ef bókað er á þetta námskeið og grunn-námskeiðið 18. október, sjá
https://www.facebook.com/events/646057538237670 er afsláttarverð samtals fyrir bæði námskeiðin 25.900 kr.
Þorvaldur Ingi Jónsson kennir Qigong og leiðir æfingarnar. Hann hefur undanfarin 15 ár sótt námskeið hjá mörgum Qigong meisturum. Hann er einn höfunda íslensku Qigong bókarinnar, Gunnarsæfingarnar.
You may also like the following events from Qigong lífsorka og gleði:
Also check out other
Health & Wellness events in Akureyri.