9D Öndun
9D Öndunaræfingar eru nútímaleg öndunartækni sem sameinar nokkra þætti upplifunar til að hjálpa einstaklingum að ná dýpri vitundarástandi, tilfinningalegri losun og hugarró. Þessi aðferð er oft framkvæmd í leiðsögn með þáttum eins og tónlist, raddáminningum og stundum sjónrænum ímyndum eða öðrum skynreynslum. Einstaklingar eru með heyrnatól á meðan æfingu stendur.
Í þessum tíma verður farið í ferðalagið 5 helstu áfallaeinkenni (e. 5 Primary Trauma Imprints) þar sem unnið er með fimm grunnáföll bernskunnar – höfnun, yfirgefningu, skömm, skort á nærveru og aðskilnað. Þessi reynsla býður upp á dýpri skilning á áhrifum fortíðarinnar og tækifæri til að losa um mynstur sem ekki lengur þjóna þér. Með því að vinna með þessi áföll má rjúfa vítahringinn og skapa meira frelsi, skýrleika og jafnvægi í eigin lífi.
Verð á viðburðinn er 8.000 kr og skráningar fara fram með millifærslu. Reikningsnúmer: 0565-26-005152, kennitala: 600325-1590.
Gott að sleppa koffíni áður, vera með léttan maga og mæta í þægilegum fötum.
Vinsamlegast sendu okkur skilaboð áður ef þú ert að glíma við eitthvað af eftirfarandi og langar að koma:
Hjarta og/eða æðavandamál, sögu um blóðtappa, flogaveiki eða flogaköst, nýlegar aðgerðir, háan blóðþrýsting eða óléttu
Viðburður fer fram salnum Hjartað, Súluvegi 2, 600 Akureyri.
Eingöngu er um 16 pláss að ræða og því nauðsynlegt að staðfesta með millifærslu og senda okkur skilaboð með nafni og email þátttakenda.
Leiðbeinandi er: Auðbjörg Björnsdóttir, 9D öndunarleiðbeinandi