Ritlistakvöld með Rán Flygenring
Miðvikudaginn 1. október
Kl. 20:00 - 22:00 á LYST í Lystigarðinum
Rán Flygenring er sjálfstætt starfandi mynd- og rithöfundur, listamaður og hönnuður. Bækur Ránar hafa komið út í nokkrum löndum og hlotið verðlaun fyrir óhefðbundinn og líflegan myndskreytingarstíl. Hún hefur m.a. hlotið Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, Íslensku bókmenntaverðlaunin, Þýsku og Þýsk-frönsku ungmennabókmenntaverðlaunin, auk Jahres-Luchs verðlaunanna. Þá hefur hún verið tilnefnd til Serafina-myndskreytingarverðlauna, þýsku barna- og unglingabókmenntaakademíunnar og ALMA verðlaunanna (Astrid Lindgren minningarverðlaunin).
Kvöldið er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem hefur áhuga á ritlist og því að kostnaðarlausu. Frábært tækifæri til að læra eitthvað nýtt, hitta önnur skáld, kynnast verkum þeirra og jafnvel lesa upp sín eigin verk.
Veitingar í boði fyrir skráða gesti.
Skráning á hlekknum hér fyrir neðan:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeBZunKEhJ-UxEyIKbaqfuGA6NdTWDpJQbWazRZdHFizWsdEg/viewform
Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu.
___________________________________
Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.