Kvenfélagasamband Íslands stendur fyrir vitundavakningu um einmanaleika vikuna 3. - 10. október
Verkefninu er ætlað að opna á umræðu um einmanaleika í samfélaginu, upplýsa almenning um orsakir og afleiðingar, hvetja til aðgerða og efla samtakamátt í þjóðfélaginu gegn einmanaleika.
Sambandið hefur sendi frá sér eftirfarandi áskorun:
"Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að leggja höfuðið í bleyti og skipuleggja viðburði sem snúa að góðri samveru og samtali."
Við í Víkurprestakalli grípum boltann - og af því tilefni verðum við með samverustund í formi helgistundar í Víkurkirkju - á Regnbogahátíðinni, þar sem við einnig fögnum fjölbreytileikanum, laugardaginn 11. október kl. 14:00. Við fáum góðan gest í heimsókn, en það er hún Steinunn Ása Þorvaldsdóttir - alltaf kölluð Stása og ætlum við að eiga samtal í kirkjunni um það sem vinnur gegn einmanaleika, eða tengsl og samveru. Við syngjum sálma sem fjalla um vináttuna og mikilvægi þess að upplifa sig ekki ein í þessari tilveru!
Yuichi Yoshimoto mun leika undir á hljómborð.
Verum ÖLL hjartanlega velkomin!!
Jóhanna Magnúsdóttir, Sóknarprestur
p.s. Við Stása ætlum að endurtaka leikinn í Stóra - Dalskirkju sunnudagskvöldið 12. október og þá mun Guðjón Halldór Óskarsson vera með okkur.