ENGLISH BELOW
Komdu á Norrænu vistræktarhátíðina í sumar!
Náttúrubörn, umhverfissinnar og vistræktaráhugafólk ættu öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi! Norræna vistræktarhátíðin hefur verið haldin á Norðurlöndunum frá árinu 2011 og verður haldin hér á landi í ár, þann 7.-10. ágúst.
Myndum tengsl, lærum hvort af öðru, deilum þekkingu og hvetjum hvort annað áfram með því að deila leiðum til að endurnýja auðlindir plánetunnar okkar. Saman getum við búið til betri og bjartari framtíð!
Dagskrá hátíðarinnar verður birt bráðum og fyrstu vinnustofur kynntar á næstu vikum. Þið getið fylgst með hér eða á instagram
https://www.instagram.com/nordicpermaculturefestival/
Opið er fyrir miðasölu hér og verður afsláttur af miðum til 10. júní:
https://2025.nordicpermaculturefestival.org/
Hátíðin verður haldin á Kirkjulækjakoti í Fljótshlíð, rútuferðir verða í boði fram og til baka bæði frá Reykjavík og Hvolsvelli. Það er nóg gistipláss á Kirkjulækjakoti í gistiskála en það er einnig tjaldsvæði á staðnum. Gisting og rútumiðar eru keyptir aukalega, nánari upplýsingar um það má finna í miðasölu forminu.
Allur matur er innifalinn í miðaverði, morgun-, hádegis- og kvöldmatur.
--------------------
Join Us for the Nordic Permaculture Festival in Iceland!
Get ready for an unforgettable gathering of nature lovers, changemakers, and permaculture enthusiasts! The Nordic Permaculture Festival has been travelling across the Nordic countries since 2011, and this year, it’s landing in Iceland 7th to 10th August.
This festival is all about connection, learning, and hands-on action! We’re here to grow networks, swap knowledge, and share inspiring ways to regenerate our planet’s resources. Together, we’ll co-create a space for a more abundant and resilient future—for both people and the Earth.
The schedule will be announced soon and the first workshops will be announced in the next few weeks, you can stay tuned here and on our Instagram page!
https://www.instagram.com/nordicpermaculturefestival/
Ticket sales are open and an early bird price is until 10. June:
https://2025.nordicpermaculturefestival.org/
The festival will be held in Kirkjulækjakot, in Fljótshlíð, the South of Iceland. Transportation will be offered from and to Reykjavík and Hvolsvöllur (10 min. from the site). There is plenty of indoor accommodation on offer and there is also a camping site. Accommodation and transportation are sold separately, more info on that can be found in the ticket form.
All food is included in the ticket price, breakfast, lunch and dinner.
-------
Also check out other Festivals in Vestmannaeyjar, Workshops in Vestmannaeyjar, Trips & Adventurous Activities in Vestmannaeyjar.