- ATH: SKRÁNINIG Á ÞENNAN VIÐBURÐ -
Komdu og eigðu heilandi stund, nærðu taugakerfið, sálina og líkamann þinn.
Slepptu tökunum á streitu, áhyggjum, kvíða eða hverskyns spennu og vertu með í djúpri englahugleiðslu og tónheilun.
Dásamleg leidd englahugleiðsla með tónum kristalsskála og annarra törfra hljóma og heilunar sem leiðir þig djúpt inn á við, Þangað sem þú getur sleppt öllu og bara verið.
Englaorkan er svo heilandi, falleg og hlý.
SKRÁNING:
dml0dW5kMjggfCBnbWFpbCAhIGNvbQ== - eða síma 8981597
VERÐ: 3,500,-
STAÐSETNING: HUGARHLÝJA - AUSTURMÖRK 7 HVERGERÐI
Um tónheilunarskálar:
Allt í alheiminum er búið til úr titring (e. vibrations). Kristalskálar vinna með þessa alheimsorku og færa hana inn í líkamann og endurvekja okkur. Þegar hljóðtíðnin flæðir í gegnum líkama okkar þá veldur hún því að frumurnar fara á hreyfingu í mismunandi áttir á mismunandi hraða, í takt við hljóðbylgjuna. Hljómurinn fer inn í frumur okkar, kemur jafnvægi á þær og endurnýjar þær.
RANNSÓKNIR HAFA SÝNT FRAM Á AÐ TÓNHEILUNARHLJÓMAR HAFA BEIN ÁHRIF Á LÍKAMANN, bæði andlega og líkamlega. Til dæmis vöðvana, taugakerfið, hjartslátt og púls, meltingarferli líkamans og blóðrásarkerfið.
Tónar kristalskálanna eru eitt öflugasta form heilunar sem fyrirfinnst í dag.
Einnig hefur það mikil áhrif á tilfinningavirkni og andlega heilsu. Þær vinna vel gegn stressi , streitu, þunglyndi, sársauka og fleira. Hljóð getur leyst ójafnvægi á öllum stigum lífeðlisfræðilegrar virkni. Þar af leiðandi spila kristalskálar og ákveðinn hljómur jákvætt hlutverk í meðferð við nánast öllum sjúkdómum.