Vertu velkomin í nærandi helgi í Birkihofi. Við ætlum að bjóða upp á andlega og líkamlega næringu í dásamlegu og friðsælu umhverfi þar sem þú getur slitið þig frá hinu daglega amstri. Nærumst í samveru og fræðumst um hvernig við getum hugað betur að heilsunni, með því að kynnast hringrásum innra og yrta. Í kyrrð náttúrunnar finnum við jafnvægi og dýpri tengingu við okkar innsta kjarna með aðstoð móður jarðar.
Hér minnum við okkur á það sem skiptir okkur mestu máli, og leyfum draumum að veita okkur innblástur.
Undirbúið ykkur undir það að þiggja, hvílast og taka á móti þriggja daga mýkt.
Þessi helgi er hönnuð með það í huga að þér mæti hvíld og að þú farir heim með endurnýjaða lífsgleði og bætta sýn á sjálfið.
FLOTMEÐFERÐIR
TÓNHEILUN Í VATNI
STREITULOSUN & SLÖKUN
TROMMUFERÐALAG
ÖNDUNARÆFINGAR
KAKÓ ATHÖFN
HUGLEIÐSLUR
NÆRANDI MATUR
FRÆÐSLA
SÁNA - SUNDLAUG - HEITUR POTTUR
NÁTTÚRUFERÐ
LÆKNINGAJURTIR
NÆRANDI SAMVERA
2 NÆTUR - 3 DAGAR
Staðsetning:
Birkihof (Sacred Seed) er himneskur staður falinn í landi Syðri Reykja skammt frá Laugarvatni.
Nánar: www.birkihof.is/?lang=is
Arnór Sveinsson og Ingeborg Andersen munu leiða hópinn.
Bakrunnur Arnórs kemur úr Jóga og hugleiðslu. Hann hefur ferðast víðsvegar um heiminn og sótt fjöldan allan af námskeiðum sem tengjast Jóga, hugleiðslu og andlegri vinnu. Öndun er eitt af hans sérsviðum!
Ingeborg er faglærð í vestrænum grasalækningum, og heldur námskeið um hormónakerfið, heldur utanum jurtafræðslu og er með einstaklingsráðgjöf. Hún er líka flotmeðferðaraðili og hefur stundað nám við Otter Dance school of Earth medicine, þar sem hún lærði sjamanísk fræði.
SKRÁNING OG AÐRAR UPPLÝSINGAR:
VERÐ
frá 69.000kr - 93.000kr Allt innifalið!
GISTING:
3 manna herbergi - 69.000kr per mann
2 manna herbergi - 79.000kr per mann
Queensize herbergi:
2 í herbergi - 69.000 per mann
1 í herbergi - 93.000 per mann
Skráning og nánar upplýsingar:
https://anda.is/retreat/