Nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir, Þorrablóti Eyrbekkinga og það verður ekkert hálfkák! Þetta verður kvöld fullt af hefðum, gleði, hlátri, söng og dúndrandi stemningu fram á rauða nótt ✨
Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 19:30
Rauða húsið á Eyrarbakka sér um að töfra fram veislumat sem svíkur engan!
Að sjálfsögðu verða fastir og vinsælir liðir á sínum stað:
- Bakkabragurinn
- Minni karla og kvenna
- Samsöngur
- Skemmtiatriði
…og margt, margt fleira sem gerir þorrablótið skemmtilegt!
Veislustjóri verður kynntur síðar en við lofum algjörri neglu!
Þegar borðhaldi lýkur tekur hljómsveitin Snilld við og heldur uppi stuðinu með dúndrandi dansleik fram á nótt💃🏻🕺🏻
Þetta verður kvöld sem enginn vill missa af!
Miðaverð:
• Borðhald + dansleikur: 14.900 kr
• Aðgangur að dansleik: 4.500 kr
Miðasala verður á Stað sunnudaginn 25. janúar kl. 13:00 – 15:00
💥Takmarkaður fjöldi miða! Fyrstir koma, fyrstir fá!💥
Safnaðu vinahópnum, dustaðu rykið af dansskónum og vertu með á besta blóti landsins!
Þetta verður kvöld sem verður talað um lengi! 🎉