Tjörgunarnámskeið á Hólum í Hjaltadal 8-12. september 2025, 8 September | Event in Saudarkrokur | AllEvents

Tjörgunarnámskeið á Hólum í Hjaltadal 8-12. september 2025

Fornverkaskólinn

Highlights

Mon, 08 Sep, 2025 at 09:00 am

Hólar, 551 Sveitarfélagið Skagafjörður, Ísland

Advertisement

Date & Location

Mon, 08 Sep, 2025 at 09:00 am - Fri, 12 Sep, 2025 at 12:00 pm (GMT)

Hólar, 551 Sveitarfélagið Skagafjörður, Ísland

Saudarkrokur, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Tjörgunarnámskeið á Hólum í Hjaltadal 8-12. september 2025
Tjörgunarnámskeið á Hólum í Hjaltadal 8-12. september 2025

Dagana 8-12. september næstkomandi verður haldið tjörgunarnámskeið á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði. Hópur norskra handverksmanna er á leið til landsins til að leiðbeina og taka þátt í námskeiðinu, en viðfangsefni námskeiðsins verður að tjarga Auðunarstofu á Hólum. Kennari á námskeiðinu er Tor Meusburger, sem hefur tjargað allnokkrar stafakirkjur í Noregi.

Námskeiðið verður að mestu verklegt, en einnig verða kynningar á nauðsynlegum verkþáttum. Farið verður yfir verkferla tjörgunar timburhúsa, undirbúning, útbúnað og umbúnað við tjörgun, aðferðir og öryggisatriði.

Námskeiðið er samstarfsverkefni Vígslubiskupsembættisins á Hólum í Hjaltadal, Norsk håndverksinstitutt (The Norwegian Crafts Institute), Fortidsminneforeninger (The National Trust of Norway), Martinussen Tradition and Competence AS og Fornverkaskólans.

Þann 10. september verður jafnframt haldið opið málþing, milli kl. 18-20. Á málþinginu verður rætt um handverk, tjörgun, óáþreifanlegan menningararf og ýmislegt fleira. Málþingið verður ÖLLUM OPIÐ og við hvetjum áhugasama að koma og vera með.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar):

8. sept. / kl. 9-16: Fyrirlestur og verkleg vinna. Undirbúningur fyrir tjörgun

9-11. sept. / kl. 9-16: Tjörgun

10. sept: málþing (öllum opið)

12. sept./ kl. 9-12: Frágangur og samantekt námskeiðs.

Hvað þarf að hafa með: Fatnað eftir veðri, vinnuföt, hanska og góða skó.

Námskeiðsgjald: 20.000 kr. Gjaldið greiðist við skráningu. Athugið að skráningargjald fæst ekki endurgreitt. Hádegismatur verður í boði á staðnum, en hann er ekki innifalinn í námskeiðsgjaldi. Þátttakendur sjá sjálfir um mat og gistingu utan námskeiðs.

Skráning: Skráning á námskeiðið fer fram á heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga: https://www.glaumbaer.is/is/fornverkaskolinn/tjorgunarnamskeid

Hámark þátttakenda: 5 (auk hópsins frá Noregi).

Fornverkaskólinn minnir á fræðslusjóði stéttarfélaganna og niðurgreiðslu þeirra vegna þátttöku á námskeiðum. Kynntu þér réttinn hjá þínu stéttarfélagi.

Fyrirspurnir: Inga Katrín D. Magnúsdóttir svarar frekari fyrirspurnum á netfanginu aW5nYWthdHJpbiB8IHNrYWdhZmpvcmR1ciAhIGlz

**Þeim er sækja námskeið Fornverkaskólans er bent á að huga að eigin tryggingum, en Fornverkaskólinn er ekki ábyrgur gagnvart slysum.


You may also like the following events from Fornverkaskólinn:

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Nearby Hotels

Hólar, 551 Sveitarfélagið Skagafjörður, Ísland, Saudarkrokur, Iceland
Get updates and reminders

Host Details

Fornverkaskólinn

Fornverkaskólinn

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Tjörgunarnámskeið á Hólum í Hjaltadal 8-12. september 2025, 8 September | Event in Saudarkrokur | AllEvents
Tjörgunarnámskeið á Hólum í Hjaltadal 8-12. september 2025
Mon, 08 Sep, 2025 at 09:00 am