Þriðjudaginn 30. september 2025 efnir breska sendiráðið í Reykjavík, Alþingi, utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Skjöld–YATA og Varðberg til „Módel NATO-ráðstefnu“ sem haldin verður í húsnæði Alþingis.
Á „Módel NATO-ráðstefnu“ er starfsemi Atlantshafsbandalagsins (NATO) endursköpuð til að hjálpa þátttakendum á aldrinum 18 til 35 ára að skilja hvernig bandalagið virkar í raunveruleikanum.
Námskeiðinu er ætlað að auka diplómatíska færni. Þátttakendur læra samningatækni, ræða og taka ákvarðanir í alþjóðlegu samhengi. Fengist verður við verkefni sem byggir á raunverulegu málefni á sviði öryggis- og varnarmála. Saman munu þátttakendur vinna að því að bregðast við ímyndaðri alþjóðlegri öryggisáskorun. Þátttakendur þurfa að beita samningatækni, ræða og taka ákvarðanir í takt við stefnu og hagsmuni þess ríkis sem þeir eru fulltrúar fyrir. Verkefnið mun byggja á sviðsmynd sem mun þróast yfir daginn og krefjast hraðrar hugsunar, samvinnu og diplómatískrar færni.
Ráðstefnan er einstakt tækifæri fyrir einstaklinga á aldrinum 18 til 35 ára – sem hafa áhuga á, stunda nám eða starfa á sviði t.d. stjórnmála, alþjóðasamskipta, lögfræði, heimspeki eða lögreglumála, heimspeki eða opinberrar þjónustu – til að taka þátt í skemmtilegri æfingu í ákvarðanatökuferlum Atlantshafsbandalagsins í neyðarástandi. Þátttakendur öðlast mikilvæga færni í samningatækni, framkomu/ræðumennsku, teymisvinnu og stefnumótun – auk þess að fá einstakt tækifæri til að kynnast starfsemi alþjóðastofnunar sem mótar heimsmálin.
Viðburðurinn fer fram á ensku þar sem University of Birmingham sér um umgjörð öryggisáskorunarinnar sem lögð verður fyrir þátttakendur. Þátttaka í Módel NATO-ráðstefnunni er án kostnaðar og umsókn er opin fyrir alla á aldrinum 18-35 ára. Allir eru hvattir til þess að senda inn knappa umsókn til að taka þátt en forgangur verður gefinn íslenskum ríkisborgurum gerist þess þörf.
Þeir sem eru valdir til þátttöku fá tilkynningu í byrjun september. Þá verður þátttakendum úthlutað landi, teymi og þeir fá nákvæmari upplýsingar um viðburðinn tveim vikum fyrir ráðstefnuna. Áætlað er að dagskráin vari lungann úr deginum, þriðjudaginn 30. september.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Athugið að það verður að sækja um þátttöku fyrir 20. ágúst. 👉
https://forms.office.com/e/T9H8gPLjLj