Húsið opnar 11:15, létt hádegishressing í boði, vinsamlegast skrá sig hér svo hægt sé að áætla fjölda fyrir 26. nóv:
https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=Dl_6CRghVkaFKWd-2P2-eCAYfJ7mYI5Lm29xXvakst5UNTBZN041UFIyVDNRSE5XTDZHQThNWE9NSS4u
Stefnt er að því að málþingið verði táknmálstúlkað, nánari upplýsingar síðar.
Félagsráðgjafardeild og Pepp grasrót fólks í fátækt og félagslegri einangrun bjóða öll velkomin til málþings, sem samfélagssjóður HÍ hefur styrkt. Þar verða rannsóknarniðurstöður kynntar og rætt um stöðu og áskoranir fólks í fjötrum fátæktar.
Dagskrá:
Fundarstjóri: Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir
12:00 Ávarp, nánar tilkynnt síðar
12:10 Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild HÍ og Laufey Líndal Ólafsdóttir, formaður Pepp kynna samstarfsverkefnið um lifaða fátækt
12:20 Halldór S. Guðmundsson, prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands: Þróun fátæktar í tölum
12:35 Guðrún E. Bentsdóttir og Súsanna Finnbogadóttir, rannsakendur: Örsögur úr rýnihópaviðtölum
12:45 Jóhanna Freyja Ásgeirsdóttir, félagsráðgjafi Landspítala Háskólasjúkrahúsi: „Tryggingastofnun á mig“- kynning á lífssögum og lifaðri fátækt
13:00 Guðrún E. Bentsdóttir og Súsanna Finnbogadóttir, rannsakendur: Örsögur úr rýnihópaviðtölum
13:10 Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, stjórnarmaður í Pepp: Daglegt líf í fátækt
13:20 Pallborð: Áskoranir sem mæta fólki í fátækt, sjónarhorn þriðja geirans
Laufey Líndal Ólafsdóttir, formaður Pepp, stýrir pallborðsumræðum
Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfi kirkjunnar
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, formaður kjarahóps Öyrkjabandalags Íslands
13:50 Steinunn Þóra Árnadóttir, formaður EAPN á Íslandi: Samantekt og lokaorð
Öll velkomin.
You may also like the following events from Félagsvísindasvið Háskóla Íslands: