Á þessu þriggja vikna námskeiði ferðumst við inn á við, þar sem öndunin verður brú á milli líkama, huga og anda.
Þátttakendur læra bæði grunnatriði öndunar og hugleiðslu (pranayama meditation), og kynnast hvernig mismunandi öndunarmynstur geta haft áhrif á líkams- og hugarstarfsemina.
Við skoðum lífeðlisfræðina á bak við öndun, ásamt áhrifum ólíkra æfinga, og setjum þessa þekkingu í samhengi við jógíska heimspeki. Sérstök áhersla verður lögð á vægi öndunar og hugleiðslu til sjálfsþekkingar innan átta liða yoga-kerfisins.
Hver tími felur í sér:
heimspekilegan inngang til íhugunar
fræðilegan hluta um öndun og áhrif hennar
verklegar æfingar sem auðvelda öndun og dýpka meðvitund um hana
öndunaræfingar
hugleiðslulotur
djúpslökun
Tómas Oddur yogakennari, dansþerapisti, nuddari og viðburðarhaldari hefur yfir 13 ára reynslu af yoga & hugleiðsluiðkun og áratug af kennslu. Hann leiðir og fræðir iðkendur af mikilli fagmennsku og hlýju.
Hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin eða dýpka þína eigin iðkun, býður þetta námskeið þér rými til að hlusta inn á við, kyrra hugann, og næra líkamann með meðvitaðri öndun.
Þátttakendur verða hvattir til að stunda öndunar og hugleiðsluæfingu heima daglega og fá hlekk með kennslumyndbandi til að fylgja.
HVAR: Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7
HVENÆR: 16. Sept - 2.okt
Þriðjudaga og Fimmtudaga
KL. 20:00 - 21:30
VERÐ: 26.900 ISK
SKRÁNING:
https://repeat.is/repeat_checkout/10900089-7cbb-4fb8-946f-f6560728ad1f/?products.0.uuid=ce3e6be2-e046-43e4-9012-77c9081b5db3&products.0.quantity=1¤cy=ISK&language=is&name=&email=&phone=&ssid=&town=&street=&postal_code=
You may also like the following events from Yoga Moves:
Also check out other
Health & Wellness events in Reykjavík.