Hvað þýðir það í raun að vera leiðtogi – ekki bara á pappírnum heldur í verki?
Taktu þátt í lifandi samtali þar sem við deilum reynslu, speglum okkur í hvoru öðru og finnum nýjar leiðir til að vaxa sem leiðtogar.
Viðburður í samstarfi faghóps um leiðtogafærni hjá Stjórnvísi og Opna háskólans í HR, leiddur af Láru Kristínu Skúladóttur.
Í atvinnuauglýsingum er alltaf verið að ráða inn leiðtoga!
En hvað þýðir það í raun að vera leiðtogi – ekki bara á pappírnum heldur í verki?
Að vera ráðinn inn sem leiðtogi er stór titill að fylla upp í.
Hvernig get ég verið leiðtogi í raun?
Hvaða leiðir get ég farið til að efla mig?
Hvaða veggi rekst ég sífellt á – og hvaða áskoranir eru raunverulegar fyrir mig?
Og hvað er allt þetta geggjaða fólk þarna úti sem virðist vera „alveg með þetta“ að gera?
Komdu og fáðu speglun, nýjar hugmyndir og innsýn – tengjast öðrum leiðtogum og deildu þínum eigin lærdómi!
Við notum Open Space aðferðina til að skapa lifandi flæði þar sem við gefum og þiggjum, tengjumst og vöxum saman.
Þú færð tækifæri til að:
🌿 ræða raunverulegar áskoranir í leiðtogahlutverkinu
🌿 tengjast kollegum á nýjan og dýpri hátt
🌿 fá ferskar hugmyndir, innblástur og hvatningu
🌿 og stækka sjóndeildarhringinn í góðum félagsskap
Viðburðurinn er 2,5 klst og hentar öllum sem vilja vaxa í leiðtogahlutverki sínu – hvort sem þú ert nýr í því eða með reynslu í farteskinu.
✨ Komdu, speglaðu þig, lærðu og taktu næsta skref í þinni leiðtogafærni! ✨
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi faghóps um leiðtogafærni hjá Stjórnvísi og Opna háskólans í HR. Opni háskólinn hefur mikla reynslu af skapandi námskeiðishaldi fyrir þá sem vilja efla sig í starfi og bjóða upp á frábært umhverfi og aðstöðu fyrir slíka vinnu.
Hann verður leiddur af Láru Kristínu Skúladóttur, lóðs og leiðtogaþjálfa, sem hefur mikla reynslu af því að skapa öruggt, skapandi rými þar sem fólk tengist, lærir og eflist saman.
Hvað er Open Space - og hverju má ég búast við?
Open Space er lifandi og sveigjanleg aðferð þar sem þátttakendur skapa dagskrána sjálfir út frá því hvar ástríðan og áhuginn liggur. Við byrjum saman í hring, þema dagsins er kynnt og þátttakendur eru leiddir í að móta saman umræðuefni sem þeim finnst skipta máli. Með þeim mótum við svo dagskrá viðburðarins.
Þú getur lagt til umræðuefni, tekið þátt í þeim umræðum sem vekja forvitni þína og/eða þar sem þú hefur margt að gefa – og fært þig á milli hópa eftir því hvar þú finnur mestan lærdóm eða innblástur.
Andrúmsloftið er opið, skapandi og óformlegt, þar sem allir leggja sitt af mörkum.
Þú færð tækifæri til að tengjast fólki, spegla þig í öðrum og finna nýjar leiðir til að vaxa sem leiðtogi – í rými þar sem enginn hefur öll svörin, en allir hafa eitthvað að gefa.
🌿 Komdu með forvitni, opinn huga og löngun til að taka þátt í samtali sem nærir og hvetur.