Áföll, seigla og menning: Stuðningur við fólk á flótta frá Palestínu og öðrum átakasvæðum
Flótti, átök og áföll móta ekki aðeins líf einstaklinga heldur heilu samfélögin. Þessi viðburður er vettvangur til að dýpka skilning okkar á slíkri reynslu og íhuga hvernig við getum betur stutt fólk sem býr við afleiðingar stríðs og þarf að flýja heimkynni sín.
Sérstök áhersla verður lögð á reynslu fólks frá Palestínu.
Fyrirlesarar okkar, palestínsku sálfræðingarnir dr. Fathy Dar Youssef og Despina Costandinides, munu miðla af faglegri sérþekkingu sinni og einnig af persónulegri reynslu.
Þau munu m.a. fjalla um:
- Áhrif áfalla, átaka og flótta á andlega heilsu og daglegt líf.
- Reynslu og menningu Palestínufólks á flótta.
- Hvernig einstaklingar og samfélög sýna seiglu, jafnvel í viðvarandi neyð.
Viðburðurinn er sérstaklega ætlaður þeim sem starfa við að styðja fólk á flótta frá Palestínu og öðrum átakasvæðum – svo sem heilbrigðisstarfsfólki, kennurum, félagsráðgjöfum og mannúðarstarfsfólki.
Dagskráin fer fram á ensku og samanstendur af um klukkustundar löngum fyrirlestrum sálfræðinganna og klukkustund af spurningum og svörum á eftir.
Viðburðurinn er öllum opinn og verður einnig streymt á netinu.
Pláss í Norræna húsinu er takmarkað og við biðjum þau sem vilja mæta á staðinn vinsamlegast að skrá sig hér:
https://www.raudikrossinn.is/english/about-us/courses-and-events/registration-for-an-event/?courseId=a12Pz000003aohJIAQ
Viðburðurinn er skipulagður af Rauða krossinum á Íslandi og Reykjavíkurborg, með fjárhagslegum stuðningi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu, Reykjanesbæ, Hafnarfjarðarbæ og embætti ríkislögreglustjóra.
______________________________________________________________________
Trauma, Resilience and Culture: Supporting Displaced People from Palestine and other High Conflict Areas
Displacement, conflict, and trauma shape not only individual lives but entire communities. This event offers a space to deepen our understanding of these experiences and to reflect on how we can better support people living with the impacts of war and forced migration.
What to expect:
- Explore the impact of trauma, conflict, and displacement on mental health and daily life
- Gain insight into the lived experiences and cultural context of displaced Palestinians
- Learn how individuals and communities demonstrate resilience even amid ongoing crisis
A special focus will be on the Palestinian experience. Our speakers, Palestinian psychologists Dr. Fathy Dar Youssef and Despina Costandinides, will share not only from their professional expertise but also from their personal lived experiences.
The event is especially relevant for those working to support displaced people from Palestine and other high-conflict areas—such as health professionals, educators, social workers, humanitarian workers, and others in related fields.
The program will take place in English and includes approximately one hour of talks followed by one hour of Q&A.
The event is open to all and will also be streamed online.
Spaces at Nordic House are limited, and we kindly ask those who wish to attend in person to register here:
https://www.raudikrossinn.is/english/about-us/courses-and-events/registration-for-an-event/?courseId=a12Pz000003aohJIAQ
The event is organised by the Icelandic Red Cross and the City of Reykjavík, with financial support from the Ministry of Education and Children, the Ministry of Social Affairs and Housing, the Ministry of Health, the municipalities of Reykjanesbær and Hafnarfjörður, and the National Commissioner of the Icelandic Police.
Also check out other Health & Wellness events in Reykjavík.