** English info below **
Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin 10. maí á hinum legendary tónleikastað Iðnó í Reykjavík.
Headliner kvöldsins: Power Paladin
Í ár keppa 7 sveitir í úrslitum og mun fjölskipuð alþjóðleg dómnefnd ásamt áhorfendum velja eina af þeim til þess að spila fyrir Íslands hönd á stærstu þungarokkshátíð heims Wacken Open Air í sumar. Þar spilar hún fyrir mörg þúsund manns og tekur þar með þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle ásamt 31 annarri þjóð þar sem ansi rausnarleg verðlaun bíða efstu 5 sveitanna.
Sérstakir gestir verða hljómsveitirnar Power Paladin og Krownest.
Power Paladin hefur verið gjörsamlega að springa út síðustu misseri sem frábært tónleikaband. Frammistaða þeirra á Sátunni í fyrra vakti gríðarlega hrifningu og er enn umtöluð hjá þeim sem vitni urðu að en bandið hefur einmitt ekki komið fram á Íslandi síðan þá. Tónlistin er listilega framreiddur orkumálmur með samhentum gítarriffum og kraftmiklum hetjusöng í ætt við hið klassíska þungarokk en bandið gaf út sína fyrstu plötu 2022 á labelinu Atomic Fire Records, sem stofnað var af nokkrum lykilstarfsmönnum Nuclear Blast. Bandið er um þessar mundir einmitt að taka upp plötu nr. 2 og aldrei að vita nema við fáum að heyra einhver ný lög.
Krownest sigraði í WMB Iceland keppninni síðast fyrir 2 árum síðan og spiluðu því á Wacken hvar þeir lönduðu 7. sætinu í lokakeppni WMB. Bandið hefur verið gríðarlega stígandi með hverjum tónleikum sem þeir hafa spilað á og rifu þakið ofanaf kofanum á Sátunni 2024. Bandið gaf út sína fyrstu plötu í fullri lengd á haustmánuðum í fyrra, Von-Brigði, sem var gríðarlega vel tekið en útgáfutónleikar þeirra í nóvember voru algjör negla og eru enn umtalaðir í senunni. Ótrúlega björt framtíð hjá þessu bandi.
Húsið opnar kl. 18.30 og stíga Krownest á svið 19:00 og opna kvöldið með sprengju.
Þátttökusveitirnar í sjálfri WMB keppninni í ár eru eftirtaldar, í stafrófsröð
Alchemia
Gaddavír
Miskunn
Mucky Muck
Mørose
Sleeping Giant
Sót
Þetta var niðurstaða 11 manna fjölskipaðrar alþjóðlegrar dómnefndar (4 innlendir og 7 erlendir aðilar) skipaðri fólki úr metal tónlistarbransanum, sem fór yfir umsóknirnar og valdi böndin. Hluti þeirrar dómnefndar mætir svo til landsins til að skipa dómnefnd keppninnar en hún mun skipa a.m.k. 8 erlendum aðilum ásamt álíka fjölda innlendra.
Á keppninni hafa áhorfendur einnig atkvæðisrétt þannig að það er um að gera að mæta snemma og styðja sína sveit en atkvæðaseðlar verða afhentir við inngang.
Nánari upplýsingar á www.facebook.com/wmbiceland.Official og www.instagram.com/wmbiceland.Official/
Athugið að það er takmarkað magn miða á þennan viðburð og miðarnir munu fara hratt. Þegar eru allir early bird miðarnir uppseldir, og því einungis almennir miðar í boði núna.
Styrktaraðilar keppninnar eru: Dordingull og Rás 2, en einnig Hljóðfærahúsið, Tónastöðin, Stúdíó Helvíti, Sundlaugin studíó og Xprent sem gefa vinninga í keppninni.
-------------------------------
The Wacken Metal Battle will be fought at the legendary live venue Iðnó in Reykjavik, on Saturday 10. May
Headliner: Power Paladin
This year 7 bands will compete in the battle for the main prize: Representing Iceland this summer at the Wacken Metal Battle finals at the Wacken Open Air, the world's biggest heavy metal festival, along with 31 other nations. The winner of the Icelandic pre-selection will be chosen by an international jury, along with votes from the audience.
Special guests performances by Power Paladin and Krownest
Power Paladin has been absolutely exploding lately as a fantastic live band. Their performance at Sátan festival last year is still being talked about by those who witnessed it, and in fact, the band hasn't played in Iceland since then. Their music is masterfully crafted power metal, boasting tight guitar riffage along with powerful, heroic vocals reminiscent of classic heavy metal of the greats. The band released their debut album in 2022 under the label Atomic Fire Records, founded by key former staff members of Nuclear Blast. The band is currently in the process of recording their second album, and who knows - maybe we'll get to hear some new songs!
Krownest won the WMB Iceland competition two years ago, earning them a spot at Wacken, where they placed 7th in the WMB finals. The band has been on a steep upward trajectory with every show they’ve played, with them absolutely tearing the roof off Sátan in 2024. They released their debut full-length album, Von-Brigði, last fall to great acclaim. Their release concert in November was an absolute blast—still very much talked about in the scene. The future looks incredibly bright for this band!
Doors open at 18:30 and Krownest start the evening at 19:00.
The participating bands in the competition part of the evening are, in alphabetical order:
Alchemia
Gaddavír
Miskunn
Mucky Muck
Mørose
Sleeping Giant
Sót
This was the result of a special 11 person international jury, comprised of metal music biz professionals, that went over the submissions and chose the competing bands. A part of this jury will then travel to Iceland to participate in the live jury for the event, which will include as it looks like at least 8 international people within the music industry, along with their counterparts in Iceland.
The audience will also have some voting power, so it is important to show up early and support your favorites. Voting ballots will be handed out at the entrance.
For more info, head to www.facebook.com/wmbiceland.Official and www.instagram.com/wmbiceland.Official/
Please not that there is limited amount of tickets for this event and they will sell quickly. Case in point is that Early Bird tickets are sold out, so now regular tickets are on sale.
The Wacken Metal Battle is sponsored by: Dordingull and Rás 2, with Hljóðfærahúsið, Tónastöðin, Studio Helvíti, Sundlaugin studios and Xprent supplying winning prizes to the top 3 places in the contest.
Also check out other Music events in Reykjavík, Entertainment events in Reykjavík, Festivals in Reykjavík.