Á þessum tónleikum koma fram Néfur, Laglegt og Straff.
Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir Upprásinni, tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Upprásin fer nú fram þriðja árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.
Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.
Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.
Néfur
Í hljóðheimi Néfur fléttast rödd og líkami listakonunnar saman við vettvangsupptökur af umhverfi sem er í hættu. Í list sinni vinnur Néfur með umhverfisvitund, skynræna tenging við náttúruna og kynferðislega valdeflingu. Néfur hefur samið fyrir ólíka miðla svo sem leikhús, kvikmyndir og tónleikasalinn og hefur komið fram með tónlistarfólki víðs vegar um Evrópu. Um þessar mundir er hún að senda frá sér nýja plötu sem hefur að geyma hljóðritanir af jökli og rödd. The Water, The Lover er goðsögulegt ferðalag um holdgervingu, djúpar tilfinningar og erótískan kraft náttúrunnar og manneskjunnar.
Laglegt
Laglegt er listamannanafn Sigríðar Langdal. Laglegt tók að vekja athygli þegar hún deildi hráum upptökum (voice memo) af lögum sem hún hafði verið að semja á Soundcloud. Yrkisefni textanna sækir Laglegt í tilfinningar svo sem ástarsorg og samfélagslegar hindranir. Sorgartextana setur hún svo við líflegar laglínur og stígur á stokk með gítar í hendi.
Straff
Straff er glænýtt sólóverkefni frá Björgúlfi Jes sem er söngvari og lagasmiður í íslensku rokksveitinni Spacestation. Straff var stofnað í janúar 2024 og fyrsta lagið, „Alltof mikið, stundum “kom út í lok apríl 2025. Tónlistinni má lýsa sem elektrónísku syntha-rokki með mjög pönkuðu ívafi. Lögð er mikil áhersla á skrýtna trommuheila- og synthasúpur sem fléttast saman og eru drifin áfram af einföldum og taktföstum kraut- trommutakti og grípandi bassalínum.
---
This concert will feature Néfur, Laglegt and Straff.
Harpa, in collaboration with the Reykjavík Music City, Rás 2 and Landsbankinn, is hosting Upprásin, a concert series dedicated to grassroots Icelandic music, across musical genres. Upprásin is now taking place for the third year in a row and a total of 27 bands will perform, three on each concert night.
Ticket prices are only 2000 kr. but it is possible to contribute a higher amount during the ticket sales process, which will go directly to the artists.
Néfur
Néfur composes and performs eco-somatic experimental music with her voice and body in combination with field recordings from threatened environments. Her music, performances and workshops interweave themes of environmental awareness, sensuous connection with nature and erotic empowerment.
She composes for dance-theatre, video art and performance. She regularly collaborates with other musicians on improvisation-based concerts across Europe. She recently presented collaborative work in the experimental music festivals CTM (Berlin) and Sonar (Barcelona).
Shortlisted in final 4 at BBC Sound Awards 2021 for her recording of Solhéimajökull, in 2025 she is releasing her album composed entirely with sounds of glaciers and voice: The Water, The Lover; a mythological journey into embodiment, deep feeling, and the power of the erotic in nature and in oneself.
Laglegt
Laglegt is the stage name of Sigríður Langdal. Laglegt first gained attention when she shared voice memos of songs she had been writing, on Soundcloud. Laglegt’s lyrics draw on emotions such as heartbreak and societal barriers. She then sets the sad lyrics to lively melodies and steps onto the stage with a guitar in hand.
Straff
Straff is a brand new solo project from Björgúlfur Jes, singer and songwriter in the Icelandic rock band Spacestation. Straff was formed in January 2024 and the first song, “Alltof mikið, stundum” was released at the end of April 2025. The music can be described as electronic synth-rock with a very punk twist. There is a lot of emphasis on strange drum and synth soups that intertwine and are driven by simple and rhythmic kraut drum beats and catchy bass lines.
You may also like the following events from Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre:
Also check out other
Music events in Reykjavík,
Entertainment events in Reykjavík,
Concerts in Reykjavík.